Sláandi munur á námsárangri pilta og stúlkna Ólafur Ísleifsson skrifar 30. maí 2021 09:00 Menntamálaráðherra svaraði í liðinni viku fyrirspurn minni um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Upplýsingar í svarinu eru sumar hverjar sláandi og því gagnlegt að fá þær upp á borðið. Marktækur munur á árangri pilta og stúlkna í grunnskólastigi Í upphafi var spurt hvaða tölur liggi fyrir um mismunandi árangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Væri marktækur munur fyrir hendi var spurt hverjar ráðherra telji vera skýringar á ólíkum árangri pilta og stúlkna? Fram kemur í svarinu að ekki er um samræmt námsmat að ræða á leikskólastigi og upplýsingum um árangur leikskólabarna er ekki safnað miðlægt. Mat á þroska og líðan leikskólabarna er á ábyrgð hvers leikskóla og nýti þeir sér margar mismunandi leiðir við mat á framförum barna. Um námsárangur grunnskólanemenda segir í svarinu að samkvæmt gögnum sem fyrir liggja á grundvelli samræmds námsmats er frammistaða stúlkna í öllum námsþáttum að jafnaði marktækt betri en frammistaða drengja. Lesskilningur og stærðfræði á grunnskólastigi Í lesskilningi hlutu stúlkur á Íslandi marktækt fleiri stig en drengir í PISA-rannsókninni 2018 meðal 15 ára nemenda. Kynjamunur í lesskilningi stúlkum í hag einskorðast ekki við Ísland því stúlkur hlutu fleiri stig en drengir í PISA 2018 í öllum þátttökuríkjum OECD. Stúlkur á Íslandi hlutu einnig marktækt fleiri stig en drengir í læsi á stærðfræði í PISA 2018. Athygli vekur að í svarinu kemur fram að Ísland skeri sig hér nokkuð úr því í flestum OECD-ríkjum sé kynjamunur í læsi á stærðfræði drengjum í hag. Loks kemur fram í svari um mun á námsárangri milli kynja í grunnskóla að hann aukist eftir því sem ofar dregur í skólagöngu. Leita þarf skýringa á þessu atriði. Skýra þarf snarpan kynjamun á framhaldsskóla- og háskólastigi Rakið er í svari ráðherra að vandkvæði eru á samanburði einkunna pilta og stúlkna á framhaldsskólastigi ólíkt grunnskólastigi. Eru á því eðlilegar skýringar í ljósi ólíkra námsbrauta og mismunandi námsmats. Hitt vekur athygli hve mikill munur er á kynjum þegar litið er til brautskráningar. Með vísan til gagna Hagstofu Íslands kemur fram að 35% fleiri stúlkur en piltar brautskráðust með almennt stúdentspróf skólaárið 2018-19. Sama skólaár brautskráðust 77% fleiri piltar en stúlkur með próf úr iðnnámi. Þessar tölur um verulegan kynjahalla kalla á skýringar. Fram kemur að háskólamenntuðu fólki hefur fjölgað á síðustu árum en þróunin hefur verið ólík eftir kynjum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ríflega helmingur kvenna á aldrinum 25–64 ára hefur lokið háskólagráðu á móti 35% karla. Kemur fram að samkvæmt nýlegri könnun á högum háskólanema í 28 ríkjum Evrópu eru konur alls staðar í meirihluta nemenda eins og hér á landi en hlutfall karla þó hvergi lægra. Segir í svari ráðherra að orsakir þessa megi m.a. rekja til brotthvarfs drengja úr framhaldsskólum. Þá segir að kynjahlutfall nemenda við HÍ sé nú 32% karlar og 68% konur. Það að hlutfall karla í stærsta háskóla landsins nái ekki þriðjungi og sé hvergi lægra en hér á landi í 28 Evrópuríkjum hlýtur að teljast alvarlegt mál sem kallar á skýringar. Brotthvarf pilta úr framhaldsskóla meira en stúlkna Í svari við spurningu um brotthvarf úr framhaldsskólum kemur fram að almennt hverfa drengir frekar brott úr framhaldsskóla en stúlkur. Segir í svarinu að brotthvarf nýnema sé sérstaklega mælt af ráðuneytinu og þar er brotthvarf drengja meira en stúlkna, með hlutfallinu 1,5 drengur fyrir hverja eina stúlku. Nýnemi er nemandi sem er að hefja sitt fyrsta ár í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Góðu fréttirnar virðast þær að á árunum 2016-20 hefur brotthvarf nýnema farið lækkandi bæði hjá drengjum og stúlkum. Þá er í svarinu greint frá brotthvarfi nemenda eftir kyni, sem hafa horfið frá námi fjórum árum eftir innritun árin 2013, 2014 og 2015 á grundvelli gagna Hagstofunnar. Kemur fram að brotthvarf pilta er töluvert hærra en stúlkna (29% á móti 18% á árinu 2019) og í samræmi við brotthvarf nýnema eftir kyni eins og að ofan getur. Hátt hlutfall greininga og raskana hér á landi Í svari ráðherra við spurningu minni um aðstoð við nemendur, sérkennslu og greiningar á vanda nemenda kemur fram að alls eru 16,3 prósent grunnskólanemenda á Íslandi með formlegar greiningar í samanburði við 4,4 prósent að meðaltali í 30 Evrópulöndum. Engar skýringar eru veittar á þessum ótrúlega mun. Nemendum með sérþarfir, hvort sem er í leik- eða grunnskóla, hefur fjölgað að mun á liðnum árum. Árið 2010 nutu ríflega 1.200 börn í leikskóla sérstaks stuðnings en þau voru yfir tvö þúsund árið 2019. Í grunnskóla er fjölgunin einnig mikil. Fjöldi grunnskólanema sem naut sérkennslu eða stuðnings fór úr tæpum 5.400 nemum í tæplega sjö þúsund nemendur á tíu árum 2010-19. Hvernig líður nemendum í skólanum? Í svari við spurningu um heilsufar pilta og stúlkna og slíka þætti er í svari ráðherra vísað til ýmissa rannsókna sem gefa til kynna að íslenskum grunnskólanemum líði almennt vel í skólanum og þeir treysti kennurum sínum vel. Segir í svarinu að niðurstöður rannsókna og skýrslna dragi fram að heilbrigður lífsstíll einkenni meirihluta nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla metur andlega og líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða þó að hlutfall þeirra nemenda sem telja andlega heilsu sína slæma hafi hækkað. Þegar kemur að högum og líðan framhaldsskólanema er í svarinu vísað í rannsóknina Ungt fólk 2020 sem sýnir að andlegri líðan nemenda í framhaldsskólum hefur hrakað verulega á liðnum árum, einkum líðan stúlkna. Þannig taldi yfirgnæfandi meirihluti framhaldsskólanema eða 76–78% andlega heilsu sína mjög góða eða góða árin 2004–2010 en frá þeim tíma hefur hlutfallið lækkað jafnt og þétt. Árið 2020 töldu einungis 46% nemenda andlega heilsu sína vera góða eða mjög góða. Hvað er hér á seyði? Knýjandi spurningar Fram koma athyglisverðar upplýsingar í svarinu en um leið vakna áleitnar spurningar eins og rakið er hér að ofan. Er gleðiefni að stúlkum virðist almennt ganga að mörgu leyti vel í skólakerfinu. Viðhalda þarf þeim árangri en um leið þarf að svara því hvers vegna drengjum vegnar síður vel á sama vettvangi. Úrbóta er sýnilega þörf. Í svarinu virðist vikið að hugtakinu skólakerfi án aðgreiningar sem gefinni stærð. Væri goðgá að spyrja hvort gagnrýnni afstaða en hér birtist væri kannski nauðsynleg til að bæta úr þeim ágöllum á skólakerfinu sem svör ráðherra bera með sér? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Ólafur Ísleifsson PISA-könnun Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra svaraði í liðinni viku fyrirspurn minni um námsárangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Upplýsingar í svarinu eru sumar hverjar sláandi og því gagnlegt að fá þær upp á borðið. Marktækur munur á árangri pilta og stúlkna í grunnskólastigi Í upphafi var spurt hvaða tölur liggi fyrir um mismunandi árangur pilta og stúlkna í skólakerfinu. Væri marktækur munur fyrir hendi var spurt hverjar ráðherra telji vera skýringar á ólíkum árangri pilta og stúlkna? Fram kemur í svarinu að ekki er um samræmt námsmat að ræða á leikskólastigi og upplýsingum um árangur leikskólabarna er ekki safnað miðlægt. Mat á þroska og líðan leikskólabarna er á ábyrgð hvers leikskóla og nýti þeir sér margar mismunandi leiðir við mat á framförum barna. Um námsárangur grunnskólanemenda segir í svarinu að samkvæmt gögnum sem fyrir liggja á grundvelli samræmds námsmats er frammistaða stúlkna í öllum námsþáttum að jafnaði marktækt betri en frammistaða drengja. Lesskilningur og stærðfræði á grunnskólastigi Í lesskilningi hlutu stúlkur á Íslandi marktækt fleiri stig en drengir í PISA-rannsókninni 2018 meðal 15 ára nemenda. Kynjamunur í lesskilningi stúlkum í hag einskorðast ekki við Ísland því stúlkur hlutu fleiri stig en drengir í PISA 2018 í öllum þátttökuríkjum OECD. Stúlkur á Íslandi hlutu einnig marktækt fleiri stig en drengir í læsi á stærðfræði í PISA 2018. Athygli vekur að í svarinu kemur fram að Ísland skeri sig hér nokkuð úr því í flestum OECD-ríkjum sé kynjamunur í læsi á stærðfræði drengjum í hag. Loks kemur fram í svari um mun á námsárangri milli kynja í grunnskóla að hann aukist eftir því sem ofar dregur í skólagöngu. Leita þarf skýringa á þessu atriði. Skýra þarf snarpan kynjamun á framhaldsskóla- og háskólastigi Rakið er í svari ráðherra að vandkvæði eru á samanburði einkunna pilta og stúlkna á framhaldsskólastigi ólíkt grunnskólastigi. Eru á því eðlilegar skýringar í ljósi ólíkra námsbrauta og mismunandi námsmats. Hitt vekur athygli hve mikill munur er á kynjum þegar litið er til brautskráningar. Með vísan til gagna Hagstofu Íslands kemur fram að 35% fleiri stúlkur en piltar brautskráðust með almennt stúdentspróf skólaárið 2018-19. Sama skólaár brautskráðust 77% fleiri piltar en stúlkur með próf úr iðnnámi. Þessar tölur um verulegan kynjahalla kalla á skýringar. Fram kemur að háskólamenntuðu fólki hefur fjölgað á síðustu árum en þróunin hefur verið ólík eftir kynjum samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ríflega helmingur kvenna á aldrinum 25–64 ára hefur lokið háskólagráðu á móti 35% karla. Kemur fram að samkvæmt nýlegri könnun á högum háskólanema í 28 ríkjum Evrópu eru konur alls staðar í meirihluta nemenda eins og hér á landi en hlutfall karla þó hvergi lægra. Segir í svari ráðherra að orsakir þessa megi m.a. rekja til brotthvarfs drengja úr framhaldsskólum. Þá segir að kynjahlutfall nemenda við HÍ sé nú 32% karlar og 68% konur. Það að hlutfall karla í stærsta háskóla landsins nái ekki þriðjungi og sé hvergi lægra en hér á landi í 28 Evrópuríkjum hlýtur að teljast alvarlegt mál sem kallar á skýringar. Brotthvarf pilta úr framhaldsskóla meira en stúlkna Í svari við spurningu um brotthvarf úr framhaldsskólum kemur fram að almennt hverfa drengir frekar brott úr framhaldsskóla en stúlkur. Segir í svarinu að brotthvarf nýnema sé sérstaklega mælt af ráðuneytinu og þar er brotthvarf drengja meira en stúlkna, með hlutfallinu 1,5 drengur fyrir hverja eina stúlku. Nýnemi er nemandi sem er að hefja sitt fyrsta ár í framhaldsskóla að loknum grunnskóla. Góðu fréttirnar virðast þær að á árunum 2016-20 hefur brotthvarf nýnema farið lækkandi bæði hjá drengjum og stúlkum. Þá er í svarinu greint frá brotthvarfi nemenda eftir kyni, sem hafa horfið frá námi fjórum árum eftir innritun árin 2013, 2014 og 2015 á grundvelli gagna Hagstofunnar. Kemur fram að brotthvarf pilta er töluvert hærra en stúlkna (29% á móti 18% á árinu 2019) og í samræmi við brotthvarf nýnema eftir kyni eins og að ofan getur. Hátt hlutfall greininga og raskana hér á landi Í svari ráðherra við spurningu minni um aðstoð við nemendur, sérkennslu og greiningar á vanda nemenda kemur fram að alls eru 16,3 prósent grunnskólanemenda á Íslandi með formlegar greiningar í samanburði við 4,4 prósent að meðaltali í 30 Evrópulöndum. Engar skýringar eru veittar á þessum ótrúlega mun. Nemendum með sérþarfir, hvort sem er í leik- eða grunnskóla, hefur fjölgað að mun á liðnum árum. Árið 2010 nutu ríflega 1.200 börn í leikskóla sérstaks stuðnings en þau voru yfir tvö þúsund árið 2019. Í grunnskóla er fjölgunin einnig mikil. Fjöldi grunnskólanema sem naut sérkennslu eða stuðnings fór úr tæpum 5.400 nemum í tæplega sjö þúsund nemendur á tíu árum 2010-19. Hvernig líður nemendum í skólanum? Í svari við spurningu um heilsufar pilta og stúlkna og slíka þætti er í svari ráðherra vísað til ýmissa rannsókna sem gefa til kynna að íslenskum grunnskólanemum líði almennt vel í skólanum og þeir treysti kennurum sínum vel. Segir í svarinu að niðurstöður rannsókna og skýrslna dragi fram að heilbrigður lífsstíll einkenni meirihluta nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á Íslandi. Meirihluti nemenda í efstu bekkjum grunnskóla metur andlega og líkamlega heilsu sína mjög góða eða góða þó að hlutfall þeirra nemenda sem telja andlega heilsu sína slæma hafi hækkað. Þegar kemur að högum og líðan framhaldsskólanema er í svarinu vísað í rannsóknina Ungt fólk 2020 sem sýnir að andlegri líðan nemenda í framhaldsskólum hefur hrakað verulega á liðnum árum, einkum líðan stúlkna. Þannig taldi yfirgnæfandi meirihluti framhaldsskólanema eða 76–78% andlega heilsu sína mjög góða eða góða árin 2004–2010 en frá þeim tíma hefur hlutfallið lækkað jafnt og þétt. Árið 2020 töldu einungis 46% nemenda andlega heilsu sína vera góða eða mjög góða. Hvað er hér á seyði? Knýjandi spurningar Fram koma athyglisverðar upplýsingar í svarinu en um leið vakna áleitnar spurningar eins og rakið er hér að ofan. Er gleðiefni að stúlkum virðist almennt ganga að mörgu leyti vel í skólakerfinu. Viðhalda þarf þeim árangri en um leið þarf að svara því hvers vegna drengjum vegnar síður vel á sama vettvangi. Úrbóta er sýnilega þörf. Í svarinu virðist vikið að hugtakinu skólakerfi án aðgreiningar sem gefinni stærð. Væri goðgá að spyrja hvort gagnrýnni afstaða en hér birtist væri kannski nauðsynleg til að bæta úr þeim ágöllum á skólakerfinu sem svör ráðherra bera með sér? Höfundur er alþingismaður Miðflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun