Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 10:40 Lögmenn þriggja, sem tóku þátt í árásinni á bandaríska þinghúsið, segja falsfréttir hafa leikið þátt í þátttöku þeirra. AP Photo/Manuel Balce Ceneta Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Tugir hafa verið ákærðir fyrir þátttöku sína í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar sem leiddi til dauða fimm. Lögmenn þriggja þeirra segja að falsfréttum og samsæriskenningar um niðurstöður forsetakosninganna hafi leitt til þess að umbjóðendur þeirra hafi tekið þátt í árásinni. Þeir segja að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi ýtt undir dreifingu þessara falsfrétta og að þeir sem hafi dreift þeim beri alveg jafn mikla ábyrgð á árásinni. „Ég hljóma kannski eins og bjáni núna þegar ég segi þetta, en ég hafði trú á honum,“ sagði Anthony Antonio, einn ákærða, um Trump í samtali við fréttastofu AP. Hann segir að hann hafi ekki haft áhuga á stjórnmálum áður en faraldurinn skall á. Honum hafi leiðst, einn heima í stofu, og þá farið að horfa á fréttir á íhaldssömum sjónvarpsstöðum og skoðað samsæriskenningar hægrimanna. „Þeir stóðu sig mjög vel í því að sannfæra fólk.“ Í kjölfar þess að sigri Joe Bidens, Bandaríkjaforseta, var lýst yfir í kosningunum fór viðamikil herferð af stað hjá kosningavél Trumps, þar sem því var haldið fram að kosningunum hafi verið „stolið“. Sú kenning hafði verið afsönnuð af fjölda kosningaspekinga, beggja flokka og óháðra aðila. Dómstólar margra ríkja og dómsmálaráðherra Trumps staðfestu meira að segja réttmætt kjör Bidens. Þrátt fyrir það er enn stór hópur fólks í Bandaríkjunum sem trúir því að Demókratar hafi efnt til víðtæks kosningasvindls og að Trump sé réttkjörinn forseti ríkisins. Það leiddi til þess að mörg þúsund mans héldu að bandaríska þinghúsinu þann 6. janúar síðastliðinn í von um að stöðva kosningu kjörmanna og þar með kjör Bidens.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59