„Einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt“ Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 17:06 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir þá gagnrýni að frétta- og fjölmiðlamenn séu viðkvæmir og þoli ekki gagnrýni. Þeir sem starfi á þeim vettvangi séu ýmsu vanir og því sé kjánalegt að setja hlutina í það samhengi. Þá sé það fordæmalaust að fjölmiðlamaður þurfi að þola árásir líkt og Helgi Seljan hefur gert í kjölfar umfjöllunar Kveiks um Samherja. Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“ Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Vísaði Rakel þar til umræðu síðustu daga í kjölfar umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Þar var gögnum úr síma starfsmanns lekið til miðlanna sem sýndu svart á hvítu að starfsmenn og ráðgjafar fyrirtækisins höfðu rætt sín á milli um ýmsar aðgerðir til þess að koma sjónarmiðum Samherja á framfæri og jafnvel reynt að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kjölfarið í viðtali við Harmageddon að blaðamenn væru „sjálfhverfir og ótrúlega miklir aumingjar“ sem færu á taugum því umræðan sneri að þeim. „Það er náttúrulega bara kjánalegt að setja það í það samhengi, því hvort sem það eru þessar nýjustu vendingar eða fréttaflutningur Kjarnans af þessum samskiptum – sem er ekki einu sinni upphafið – að þá hefur þetta verið allt mjög óvenjulegt frá fyrstu tíð, samskiptin og frá því að við vorum að vinna þennan stóra Kveiksþátt í nóvember 2019. Þau voru strax mjög óvenjuleg og það var ástæða fyrir því að við birtum þau samskipti, þetta voru aðeins öðruvísi viðbrögð,“ segir Rakel um samskipti Ríkisútvarpsins við Samherja. Myndbandaherferð Samherja einsdæmi Hún segir skiljanlegt að fólk sé ekki ávallt reiðubúið að mæta í viðtöl, þá sérstaklega þegar umfjöllunarefnið er viðkvæmt eða erfitt. Stundum eigi menn erfitt með að skýra mál sitt og kjósi heldur að mæta ekki í viðtöl. Það sé ekkert nýtt. „Steininn tók úr þarna í ágúst í fyrra þegar Samherji fór í þessa myndbandaframleiðslu. Þá var beinlínis brotið blað í fjölmiðlasögu en líka í íslenskri sögu vil ég meina, því þarna var fyrirtæki farið að nýta aðferðir sem þekkjast ekki,“ segir Rakel og bætir við að slíkar aðferðir þekkist ekki heldur annars staðar. „Ég var á fundi með norrænum fréttastjórum á föstudag og var að fara yfir málið með þeim. Þetta eru fréttastjórar ríkismiðlanna og menn eru ýmsu vanir en það skildi enginn þetta. Enginn átti sambærilegt dæmi.“ „Við erum bara að vinna vinnuna okkar“ Hún segir einsdæmi að fjölmiðlamaður hafi þurft að þola árásir líkt og Helgi Seljan. Hún hafi gengið á kollega sína á fyrrnefndum fundi en þar hafi enginn getað komið með sambærileg dæmi. „Ég spurði sérstaklega: Þekkið þið einhver dæmi þess að persónulegar árásir eins og þær sem til dæmis Helgi Seljan hefur mátt þola, eru einhver dæmi einhvers staðar um það? Bara hvergi. Mér finnst það nú eiginlega svolítið lýsa þessu best. Þetta er algjörlega einstakt, fordæmalaust og grafalvarlegt.“ Aðspurð hvort það sé ekki skiljanlegt að slík viðbrögð fylgi því að menn séu sakaðir um mútugreiðslur, peningaþvætti og skattsvik segir Rakel ekkert nýtt að fyrirtæki séu sökuð um misjafna háttsemi. „Menn verða þá líka að skilja að okkar eina hlutverk er að draga fram sannleikann. Ef fjölmiðill kemst yfir gögn eins og Al Jazeera, RÚV og Stundin komust yfir þarna 2019 – eigum við að sitja á þeim? Varla eru menn að tala um það. Það er beinlínis okkar hlutverk að fjalla um og veita upplýsingar og aðhald. Við erum bara að vinna vinnuna okkar.“
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sprengisandur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
„Ef rétt er þá fordæmi ég tilraunir Samherja“ Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins. 22. maí 2021 18:13
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00