Létu sig hverfa úr þingsal til að stöðva takmarkanir á kosningarétti Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2021 11:18 Andstæðingar frumvarps repúblikana mótmælu við ríkisþingið í Austin fyrr í þessum mánuði. Þeir saka repúblikana um að vilja takmarka rétt fólks til þess að kjósa. AP/Eric Gay Demókratar á ríkisþingi Texas í gripu til þess ráðs að ganga út úr þingsal til þess að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu samþykkt einar umfangsmestu takmarkanir á kosningarétti í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Joe Biden forseti hefur lýst frumvarpi repúblikana sem „árás á lýðræðið“. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin hafa brugðist við stoðlausum ásökunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að stórfelld svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember með því að samþykkja lög skerða verulega aðgengi fólks að kjörstöðum. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Allt stefndi í að repúblikönum tækist að koma málinu í gegn fyrir þinglok en þeir fara með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins auk þess sem ríkisstjórinn er repúblikani. Í öldungadeildinni veittu þeir sjálfum sér afbrigði frá þingsköpum til þess að samþykkja frumvarpið á aðfararnótt sunnudags. Þegar frumvarpið gekk til fulltrúadeildar ríkisþingsins létu þingmenn demókrata sig hverfa, einn á fætur öðrum, þar til ekki voru nægilega margir í salnum til að halda atkvæðagreiðslu. Hundrað þingmenn þarf til fyrir ákvörðunarbæran meirihluta á ríkisþingi Texas, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata segja að þeir hafi ekki lagt upp með að neita repúblikönum um ákvörðunarbæran meirihluta en þegar til kastanna kom hafi þeir fengi yfir sig nóg af því að repúblikanar ætluðu sér að koma í veg fyrir frekari umræður um frumvarpið og þvinga það í gegn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, (t.v.) með Trump. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa nýtt sér lygar Trump um kosningarnar til þess að herða lög um kosningar.Vísir/EPA Aukafundur til að samþykkja frumvarpið Líklegt er að demókratar hafi aðeins unnið áfangasigur því Greg Abbott, ríkisstjóri og repúblikani, hefur þegar sagst ætla að nýta heimild sína til þess að kalla þingið saman til aukafundar svo hægt verði að gera frumvarpið að lögum. Verði frumvarpið að lögum ættu dómarar auðveldara með að snúa við úrslitum kosninga, líkt og stuðningsmenn Trump reyndu að gera um margra mánaða skeið eftir kosningarnar í haust. Þá vilja repúblikanar banna bílalúgur á kjörstöðum og að kjörstaðir séu opnir allan sólarhringinn. Harris-sýsla, helsta vígi demókrata í Texas, bauð upp á hvoru tveggja til þess lágmarka áhættu í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Þá voru demókratar afar ósáttir við breytingar sem repúblikanar gerðu á upphaflega frumvarpinu sem myndu banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir klukkan 13:00 á sunnudögum. Það er tími sem margir svartir kirkjugestir hafa farið á til að nýta kosningarétt sinn. Blökkumenn eru mun líklegri til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Stórfyrirtæki eins og American Airlines og Dell sem hafa höfuðstöðvar sínar í Texas höfðu mótmælt frumvarpi repúblikana. Þær mótbárur féllu á dauf eyru repúblikana og lognuðust þær að mestu út af. Biden forseti hefur kallað frumvarpið „óbandarísk“ og flokkssystkini hans í Texas líkja þeim við Jim Crow-lögin svonefndu sem gerðu svörtum Bandaríkjamönnum nær ómögulegt að kjósa í suðurríkjunum langt fram eftir 20. öldinni, að sögn Washington Post. Ekki er fordæmalaust að flokkarnir grípi til þess ráðs að yfirgefa þingfund eða mæta ekki til fundar til þess að stöðva frumvörp meirihlutans. Demókratar gerðu það í tvígang í Texas árið 2003 til þess að reyna að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu teiknað upp ný kjördæmamörk. Repúblikanar höfðu sitt fram þrátt fyrir allt á endanum. Repúblikanar á ríkisþingi Oregon flúðu höfuðborgina Salem til að koma í veg fyrir að demókratar, sem voru með meirihluta, gætu samþykkt aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tvígang 2019 og 2020. Í fyrra skiptið földu þingmenn flokksins sig í nágrannaríkinu Idaho og tókst þeim þannig að stöðva samþykkt frumvarpsins. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völdin hafa brugðist við stoðlausum ásökunum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að stórfelld svik hafi verið í tafli í forsetakosningunum í nóvember með því að samþykkja lög skerða verulega aðgengi fólks að kjörstöðum. Frumvarpið sem repúblikanar í Texas ætluðu sér að samþykkja í gærkvöldi er sagt ganga enn lengra en þau sem hafa orðið að lögum í ríkjum eins og Georgíu og Flórída nýlega. Það myndi meðal annars stytta opnunartíma kjörstaða, gera fólki erfiðara fyrir að kjósa með póstatkvæði og gefa eftirlitsmönnum flokkanna á kjörstöðum aukin áhrif. Kosningalögin í Texas voru fyrir ein þau ströngustu í Bandaríkjunum. Allt stefndi í að repúblikönum tækist að koma málinu í gegn fyrir þinglok en þeir fara með meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins auk þess sem ríkisstjórinn er repúblikani. Í öldungadeildinni veittu þeir sjálfum sér afbrigði frá þingsköpum til þess að samþykkja frumvarpið á aðfararnótt sunnudags. Þegar frumvarpið gekk til fulltrúadeildar ríkisþingsins létu þingmenn demókrata sig hverfa, einn á fætur öðrum, þar til ekki voru nægilega margir í salnum til að halda atkvæðagreiðslu. Hundrað þingmenn þarf til fyrir ákvörðunarbæran meirihluta á ríkisþingi Texas, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingmenn demókrata segja að þeir hafi ekki lagt upp með að neita repúblikönum um ákvörðunarbæran meirihluta en þegar til kastanna kom hafi þeir fengi yfir sig nóg af því að repúblikanar ætluðu sér að koma í veg fyrir frekari umræður um frumvarpið og þvinga það í gegn. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, (t.v.) með Trump. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa nýtt sér lygar Trump um kosningarnar til þess að herða lög um kosningar.Vísir/EPA Aukafundur til að samþykkja frumvarpið Líklegt er að demókratar hafi aðeins unnið áfangasigur því Greg Abbott, ríkisstjóri og repúblikani, hefur þegar sagst ætla að nýta heimild sína til þess að kalla þingið saman til aukafundar svo hægt verði að gera frumvarpið að lögum. Verði frumvarpið að lögum ættu dómarar auðveldara með að snúa við úrslitum kosninga, líkt og stuðningsmenn Trump reyndu að gera um margra mánaða skeið eftir kosningarnar í haust. Þá vilja repúblikanar banna bílalúgur á kjörstöðum og að kjörstaðir séu opnir allan sólarhringinn. Harris-sýsla, helsta vígi demókrata í Texas, bauð upp á hvoru tveggja til þess lágmarka áhættu í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Þá voru demókratar afar ósáttir við breytingar sem repúblikanar gerðu á upphaflega frumvarpinu sem myndu banna utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir klukkan 13:00 á sunnudögum. Það er tími sem margir svartir kirkjugestir hafa farið á til að nýta kosningarétt sinn. Blökkumenn eru mun líklegri til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Stórfyrirtæki eins og American Airlines og Dell sem hafa höfuðstöðvar sínar í Texas höfðu mótmælt frumvarpi repúblikana. Þær mótbárur féllu á dauf eyru repúblikana og lognuðust þær að mestu út af. Biden forseti hefur kallað frumvarpið „óbandarísk“ og flokkssystkini hans í Texas líkja þeim við Jim Crow-lögin svonefndu sem gerðu svörtum Bandaríkjamönnum nær ómögulegt að kjósa í suðurríkjunum langt fram eftir 20. öldinni, að sögn Washington Post. Ekki er fordæmalaust að flokkarnir grípi til þess ráðs að yfirgefa þingfund eða mæta ekki til fundar til þess að stöðva frumvörp meirihlutans. Demókratar gerðu það í tvígang í Texas árið 2003 til þess að reyna að koma í veg fyrir að repúblikanar gætu teiknað upp ný kjördæmamörk. Repúblikanar höfðu sitt fram þrátt fyrir allt á endanum. Repúblikanar á ríkisþingi Oregon flúðu höfuðborgina Salem til að koma í veg fyrir að demókratar, sem voru með meirihluta, gætu samþykkt aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í tvígang 2019 og 2020. Í fyrra skiptið földu þingmenn flokksins sig í nágrannaríkinu Idaho og tókst þeim þannig að stöðva samþykkt frumvarpsins.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22 Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52 Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Sjá meira
Forsetinn líkir nýjum kosningalögum í Georgíu við Jim Crow Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur líkt nýjum kosningalögum í Georgíu við ódæðisverk og kallað þau „Jim Crow á 21. öldinni“. Biden varð í fyrra fyrsti demókratinn til að tryggja sér kjörmenn ríkisins frá 1992. 27. mars 2021 08:22
Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. 20. mars 2021 22:52
Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01