„Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. maí 2021 14:16 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Ég held að þær sóttvarnaaðgerðir sem við höfum verið með virki á öll afbrigði,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir spurður út í nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem fannst í Víetnam. Er það talið meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar en Þórólfur hefur ekki teljandi áhyggjur af því. „Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
„Við erum með hundruð mismunandi afbrigða og óþarfi að velta sér upp úr öllum, ekki nema að eitthvert þeirra fari að hegða sér öðruvísi, eða bólusetningin virkar ekki á það,“ segir Þórólfur en hingað til hefur það ekki gerst. Fjórir hafa greinst með indverska afbrigðið á landamærum Íslands en enginn innanlands. Á miðnætti rennur út reglugerð sem kveður á um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi fyrir fólk sem ferðast frá hááhættusvæðum. Á móti verður eftirlit með fólki í sóttkví eflt. Er það gert með svokallaðri eftirlitsnefnd sóttvarnalæknis sem hefur það hlutverk að hafa samband við fólk sem á að vera í sóttkví til að tryggja að það fari eftir öllum reglum. Þórólfur segir það mikilvægt. „Við erum að finna smit sem við getum ekki rakið til landamæranna. Það sýnir hversu viðkvæmt þetta er," segir Þórólfur um smit sem greindist rétt fyrir helgina. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær. Þórólfur vonar að bólusetningar hér á landi muni komi að gagni næstu vikur, enda hafa 170 þúsund manns fengið að minnsta kosti eina sprautu. Samanlagt eru um 60 prósent fullorðinna með einhverskonar vernd gegn veirunni, hvort sem það er mótefni eftir að hafa fengið veiruna eða búið að fá eina til tvær sprautur af bóluefni. Þórólfur segir að til að ná hjarðónæmi þá þýði ekki bara að miða við forgangshópa. Hjarðónæmi náist með bólusetningu allrar þjóðarinnar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvar hjarðónæmið liggur með þessa veiru en það kemst á mikil og góð vernd hjá yngri hópum þegar eldri hópar hafa verið bólusettir.“ Í næstu viku taka svo við handahófskenndar bólusetningar. Á höfuðborgarsvæðinu verða árgangar boðaðir í bólusetningu með handahófskenndum hætti. Verða árgangarnir dregnir út, líkt og nú þegar hefur verið gert á Vestfjörðum og Norðurlandi. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum og dregnir þannig út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira