Keyrt um þverbak! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 31. maí 2021 17:00 Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra. Með jákvæðum og markvissum vinnubrögðum hefur tekist að umbreyta orðræðunni og auka almennan skilning á hvað áhrif ADHD hefur á daglegt líf bæði barna og fullorðinna sem hljóta þessa taugaþroskaröskun i vöggugjöf. Gjöf segi ég hiklaust þar sem ADHD á sér ýmsar jákvæðar hliðar, þó vissulega geti legið djúpt á, svo sem þegar skert aðgengi að greiningu og meðferð er regla fremur en undantekning. Hér finn ég mig knúinn til að stinga niður penna og drepa á þessari hlið mála, enda hefur ástandið farið hríðversnandi. Nú keyrir um þverbak þegar biðlisti fyrir fullorðna hjá ADHD teymi LSH er kominn yfir 3 ár og lengist enn. Fyrir fullorðna einstaklinga er greining og meðferð vegna ADHD að mestu í höndum sálfræðinga og geðlækna. Sé um fyrstu skref að ræða og/eða ekki sé talin ástæða til að íhuga lyfjameðferð geta sálfræðingar með rétta sérmenntun sinnt þessari hlið. Hins vegar fellur þjónusta sálfræðinga sjaldnast undir greiðsluþátttöku hins opinbera og öllum má ljóst vera að margir einstaklingar með ADHD hafa ekki bolmagn til að ráða við þann háa kostnað sem greining hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingi hefur í för með sér. Jafnvel þó Alþingi hafi um mitt síðasta ár samþykkt breytingar hvað þetta varða þá breytist ekkert. Jú, til að gæta allrar sanngirni birtist nýverið auglýsing frá Sjúkratryggingum Íslands þar sem óskað var eftir „áhugasömum fyrirtækjum til viðræðna um sálfræðiþjónustu samkvæmt tilvísun frá heilsugæslu.“ Það á sem sagt, korter í kosningar, að skutla 100 milljónum í málaflokkinn. Í besta falli einhver 10% af áætlaðri þörf. Nú er það svo að snemmtæk íhlutun getur skipt sköpum fyrir einstaklinga sem fyrst leita sér aðstoðar á fullorðinsaldri. Jafnvel þó niðurstaðan kunni að vera eitthvað allt annað og ótengt ADHD. Óbreytt ástand geti og muni oft valda enn meiri vanda og í mörgum tilfellum leiða til kvíða, þunglyndis og vanlíðanar, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Hvort heldur sé í félagslegu eða fjárhagslegu tilliti. Ef litið er til þjónustu geðlækna þá hefur hún verið niðurgreidd. Jafnvel nú á tímum þegar samningar sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands hafa almennt séð verið lausir og hvor samningsaðili bendir á annan. Í samhengi þessara skrifa er þó öllu alvarlegri staðreynd að hér skortir geðlækna. Löngu var vitað að nýliðun væri of hæg en seint brugðist við. Þessi staða er sem fyrr segir algerlega ólíðandi. Hvers vegna tek ég svo sterkt til orða? Árið 2013 var ákveðið að stofna teymi geðlækna og sálfræðinga utan um ADHD greiningar. Lengi vel var á stefnuskrá að allar ADHD greiningar færu þar í gegn. Vissulega stórhuga fyrirætlun en dauðadæmd frá upphafi vegna vanfjármögnunar og m.a. fyrrnefndum skorti á geðlæknum. Ekki bættir úr skák þegar sífellt er dregið úr og í, sem skapar mikið álag fyrir starfsmenn teymisins og eðlilega gefast menn á endanum upp og leita á önnur mið. Á sama tíma hefur iðulega, leynt eða ljóst, verið agnúast út í að sjálfstætt starfandi geðlæknar með tilheyrandi sérþekkingu sinntu þessu. Jafnvel þegar greining var unnin með sálfræðingi, á svipaðan máta og hjá ADHD teymi LSH. Þegar svo Fréttablaðið hefur eftir Halldóru Jónsdóttur, yfirlækni hjá LSH, að geðlæknar sem áður sinntu meðal annars ADHD teymi LSH hafi flutt sig yfir í geðheilsuteymi heilsugæslunnar (sem ekki er ætlað að taka á ADHD málum) og engin fáist til að fylla þeirra sæti … þá er manni eiginlega öllum lokið. Mig rekur alla vega ekki minni til að biðlistinn hjá því ágæta teymi hafi nokkurn tímann styst. Og varla verður svo í bráð. En í stað þess að heilbrigðisráðherrar fyrr og nú hefðu girt sig í brók og sett fjármagn í verkefnið, mætti frekar halda að heilbrigðisyfirvöld leggi áherslu á að rækta og lengja biðlista, enda nokkuð auðvelt að reikna það sem skammtíma sparnað í krónum og aurum talið …! Hér virðist litlu breyta þó núverandi heilbrigðisráðherra leggi þung lóð á vogarskálarnar og hafi m.a., með fulltingi meirihluta Alþingis, barist ötullega fyrir að þjónusta sálfræðinga verði niðurgreidd. Óbreytt ástand er ekki lengur valkostur. Með vísan í samráð ADHD samtakanna við ráðuneyti heilbrigðismála um nýtt fyrirkomulag sem nú er beðið eftir, spyr ég hreint út: Háttvirtur ráðherra, ríkistjórnin í heild sinni og aðrir Alþingismenn, hvað ætlið þið að gera – ekki strax, bráðum eða eftir kosningar – heldur núna? Ykkar er að taka af skarið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun