Alltaf hlutlaus Rósa Kristinsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar sem tveir reyndir en ólíkir stjórnmálamenn gefa kost á sér í fyrsta sætið. Eins og flestir þekkja getur það haft afgerandi áhrif á stefnu og áherslur flokksins hverjir leiða framboðslistana fyrir kosningar. Það hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á flokkinn, heldur samfélagið allt. Uppröðunin ræður því hverjir komast fyrstir inn á Alþingi og koma þar sínum áherslum á framfæri. Í opinberri umræðu heyrist reglulega ákall um persónukjör. Að fólk væri til í að geta einfaldlega valið einstaklinga inn á þing, frekar en að þurfa að kjósa heilan flokk og allt sem honum fylgir. Í því samhengi er rétt að muna að prófkjör eru ekkert annað en persónukjör innan flokka. Þeir sem vilja komast sem næst persónukjöri gætu með réttu skráð sig í alla flokka sem velja frambjóðendur með lýðræðislegum hætti, og tekið þátt í prófkjörunum í sínu kjördæmi. Í dag er hægt að skrá sig í og úr flokkunum með einum smelli. Höfuð í sand Það virðist vera einhvers konar prinsippmál hjá fleirum en mann myndi nokkurn tímann gruna að skrá sig ekki í stjórnmálaflokk. Jafnvel þó það sé bara um nokkurra daga skeið til að taka þátt í persónukjörinu. Þetta á jafnt við um þá sem eru mjög andsnúnir viðkomandi flokki og þá sem geta vel hugsað sér að kjósa hann. Þar virðist hlutleysið vera ofar öllu og mikilvægt að vera aldrei skráður í flokk, ekki í einn einasta dag. Að vera óflokksbundinn til lengri tíma er skiljanleg afstaða. Hins vegar er mikilvægt að hafa hugfast hvað því prinsippi fylgir ef það er algjörlega ófrávíkjanlegt. Í algjöru hlutleysi felst nefnilega líka ákvörðun um að láta aðra velja fyrir sig. Að grafa höfuðið í sandinn, segjast vona að hinn eða þessi frambjóðandi nái árangri – en gera ekkert til að stuðla að því sjálfur. Eldri velja fyrir yngri Í aðdraganda kosninga heyrast oft gagnrýnisraddir, ekki síst frá yngra fólki. Kvartað er yfir því að fjölbreytnin á framboðslistum sé lítil, kynjahlutföll séu skökk og ungt fólk hafi of lítið vægi með sínar áherslur og stefnumál. Þetta sama fólk lítur hins vegar oft á það sem mikla dyggð að hafa ekki áhrif á einmitt þessi atriði. Staðan er sú að þeir sem eldri eru taka þátt í prófkjörum í mun meiri mæli en yngri kynslóðin. Ungt fólk lætur það eldra einfaldlega um að velja á listann fyrir sig. Ég ætla ekki að vera ein af þeim. Í þessari viku hvet ég áhugasama til að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, mæta og kjósa Áslaugu Örnu í fyrsta sæti í Reykjavík. Unga konu sem hefur sýnt og sannað að hún á ekki síður erindi en eldri og reyndari karlar. Stjórnmálakonu sem hefur lagt áherslu á mál ungs fólks og kvenna, barist fyrir frjálsu og fjölbreyttu samfélagi og komið fleiri málum í gegn en flestir – á örstuttum tíma. Eftir prófkjörið getur hver sem vill skráð sig úr flokknum aftur, með einum smelli. Ef fólk sem við viljum sjá í forystunni gefur kost á sér skulum við ákveða að hafa áhrif. Þín skoðun og þinn stuðningur skiptir raunverulegu máli og þú hefur nokkrar mínútur aflögu til að sýna það í verki. Ekki láta aðra taka ákvörðunina fyrir þig. Ekki vera alltaf hlutlaus. Höfundur er stuðningskona Áslaugar Örnu.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar