Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 17:50 Ekki verður kennt í Fossvogsskóla næsta skólaár vegna framkvæmda. Vísir/Vilhelm Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Fleiri fréttir Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Sjá meira
Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06
Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57