Hötuðust en best? Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. júní 2021 09:00 Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða. Sjávarútvegurinn er sú grein sem hefur staðið sig hvað best í þessum málum á Íslandi, og það er stórmerkilegt, sérstaklega þegar litið er til stærðar greinarinnar og þess að hún er byggð á langri hefð. Hún hefur ríflega helmingað kolefnisspor sitt á aldarfjórðungi, þrátt fyrir að losun íslenska hagkerfisins hafi rúmlega tvöfaldast á svipuðum tíma. Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar rétt er að farið þá fara samfélagsábyrgð og viðskiptaþróun vel saman. Minni losun og öruggara vinnuumhverfi Fiskveiðiflotinn hefur verið mikið endurnýjaður síðustu ár og bylting orðið í veiðitækni, vinnslu og meðferð afla. Þetta hefur ekki bara skilað hagkvæmari veiðum, betri nýtingu og gæðum og þar með verði fyrir takmarkaðan afla heldur minni losun, sparneytnari skipum, betri vinnuaðbúnaði og öryggi þeirra sem starfa í sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur hefur sömuleiðis nánast útrýmt plastmengun frá greininni, nokkuð sem skiptir gríðarlegu máli því plastmengun vegna veiðarfæra er talin vera stærsti valdur plastmengunar í höfum á heimsvísu. Þetta er afrakstur fjárfestinga sem enginn leggur í nema fé sé til þess, hægt sé að fá það til baka með meiri tekjum og að hægt sé að treysta því að fjárfestingarnar verði notaðar. Þess vegna er lykilatriði að fyrirtæki hafi fyrirsjáanleika um að þau megi og geti aflað tekna. Vaxtarbroddur nýsköpunar Einn helsti vaxtarbroddur nýsköpunar á landinu er sömuleiðis í sjávarútvegi, íslensk fyrirtæki hafa náð miklum árangri í þróun og erlendri markaðssetningu á vörum til vinnslu og kælingar. Árlegt framlag fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi í gegn um þjónustu og nýsköpun nemur um 19 milljörðum árlega og skapar um 1.500 stöðugildi. Það sem meira er, sjávarútvegurinn hefur lýst skýrum vilja til samtals, um framtíð greinarinnar, um hvernig gera megi enn betur í loftslagsmálum og heilbrigði hafsins og almennt það sem samfélagið vill ræða um. Það hefur hann t.d. gert með stefnu um samfélagsábyrgð sem fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki undirrituðu fyrir ári á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á Íslandi starfar fjöldi smárra og stórra sjávarútvegsfyrirtækja sem langflest vinna gott starf af mikilli virðingu fyrir umhverfinu, samfélaginu, hafinu sem þau sækja og starfsfólki sínu. Það er engum greiði gerður þegar framkoma stakra fyrirtækja er gerð að tákni eða sönnun fyrir því að öll greinin sé samfélaginu til skammar. Það er nefnilega einfaldlega ekki rétt. Til að setja þetta í samhengi þá námu sjávar- og eldisafurðir um þriðjungi útflutningstekna síðasta árs. Síðasta ár var auðvitað óvenjulegt, en það þarf varla að fara orðum um það hve gott það var búa þó að þessari stoð meðan önnur lamaðist. Ónýtt kerfi með ónýtri stjórnarskrá? Undanfarið hefur verið uppi orðræða um að stjórnarskrá landsins sé ónýt og að fiskveiðilöggjöfin hafi verið sniðin svo vont fólk geti sölsað undir sig sjávarauðlindina. Sjávarútvegsmál eru til stöðugrar umræðu og það er sjálfsagt að ræða hvernig samfélagið getur notið sem best þess sem sjávarauðlindin getur gefið. Það er ekkert í þessu gefið, ríki greiða víðast hvar annars staðar niður fiskveiðar, þær kosta með öðrum orðum peninga. Í nágrannalöndum okkar er almennt litið á fiskveiðar á forsendum byggðastefnu og þær niðurgreiddar af ríkinu. Hvað sem fólki finnst um kvótakerfið þá skilar greinin þannig tekjum til þjóðarbúsins að það hefði skelfilegar afleiðingar á velferðarkerfið ef þeirra nyti ekki við. Þegar við erum að tala um undirstöður samfélagsins, peninga sem fjármagna heilbrigðiskerfið okkar, menntakerfið, framlög til menningar, samgangna, bótakerfisins og svo margt margt fleira þá verðum við að viðurkenna það sem vel er gert, stoppa og hugsa til hlítar um sanngjörnu heildarmyndina áður en við gerum grundvallarbreytingar sem ógna lífsgæðum samfélagsins. Höfundur er varaþingmaður, aðstoðarmaður ráðherra og frambjóðandi í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun