Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:55 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/samsett Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar. Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira