Þetta er okkar veruleiki Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 2. júní 2021 19:00 Okkar veruleiki getur verið ljótur. Ljótur vegna þess að við upplifum skilningsleysi, dómhörku og útskúfun í samfélaginu. Ég hef alltaf litið á dómhörkuna sem afleiðingu af vanþekkingu, vegna þess að fólk sýnir almennt skilning þegar það heyrir svo ”hina hliðina”. Í vikunni kom upp dæmi sem sýndi það svart á hvítu hvað fræðslan skiptir miklu máli. Áföll ofan á áföll Foreldrar barna sem passa ekki í kassa samfélagsins verða iðulega fyrir hinum ýmsu áföllum. Það er gott fyrir aðra foreldra að hafa það í huga. Það var talsvert áfall hjá okkur í dag þegar við fengum sent skjáskot af samskiptum á samfélagsmiðlum þar sem er auglýst eftir ”alræmda barninu okkar”. Það er kaldhæðnislegt að á sömu mínútu sem ég fæ þessa skjámynd senda þá er ég að senda inn pistil um ”Óhreinu börnin hennar Evu”. Aðsend Barnið sem auglýst var eftir er einungis átta ára. Barnið glímir við erfiðleika og kerfið er að bregðast því. Barnið hefur orðið fyrir ítrekaðri vanrækslu í kerfinu. Bið eftir greiningum, tæplega tveggja ára bið eftir talþjálfun, margra mánaða bið eftir iðjuþjálfun, bið eftir félagsfærninámskeiði, engir fagaðilar starfandi í skólanum o.s.frv. Barnið sem þyrfti að vera reglulega undir handleiðslu þroskaþjálfa, sá síðast þroskaþjálfa þegar það var í leikskóla. Barninu líður verr og verr vegna þess að það fær ekki rétta ummönnun og aðstoð. Vanlíðan og hvatvísi er ekki góður kokteill og þessi vanlíðan brýst út með þessum hætti. Það er því ekki að ástæðulausu sem maður kallar á hjálp, heldur er það vegna þess að ÞETTA ERU AFLEIÐINGARNAR. Og að hverjum beinist svo reiðin? Hún beinist fyrst og fremst að ”krakkanum” og foreldrum hans. Við erum á milli steins og sleggju. Við erum í vonlausum aðstæðum, náum varla að halda okkur á floti og erum svo dæmd fyrir afleiðingar þessara vonlausu aðstæðna. Varnarleysi okkar er slíkt að við ákváðum að fá sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa til þess að mæta í skóla barnsins og taka út aðstæðurnar og samspil þess við umhverfið. Þessi iðjuþjálfi hafði einmitt sama dag og þessi færsla birtist á samfélagsmiðlum verið í skóla barnsins á kostnað okkar foreldranna því ekki getur ”kerfið” greitt fyrir slíka þjónustu. Úrræðaleysið er allsráðandi allsstaðar. Við sendum út ákall á hjálp og okkur er ekki svarað. Við sendum þingmönnum tölvupóst en einungis tveir svara. Ráðamenn og fólk sem gæti haft einhver áhrif hunsar vandann. Það lætur sem það sjái ekki ákallið, skýrslurnar og pistlana. Þetta er svo óþægileg umræða þið skiljið...svona korter í kosningar. Fræðslan er lykillinn að samkennd Ég skal viðurkenna að það er erfitt að stíga fram með þessa reynslu. En ég ætla að láta mig hafa það því það er einlæg ósk mín að yfirvöld sjái enn frekar alvarleikann í stöðunni þegar þetta er komið út í það að átta ára börn eru nafngreind á samfélagsmiðlum sem alræmd og óskað eftir upplýsingum um það hvar þau eigi heima. Mig langar einnig að benda samborgurum mínum á að það má komast í samband við foreldra barns í gegnum skólann. Það er mun fýsilegri leið. Það er líka mikilvægt að stíga fram með þetta dæmi því það sýnir svo vel hvað fræðslan skiptir miklu máli. Þessi einstaklingur hafði ekki áttað sig á aðstæðunum þegar færslan var sett inn. Viðkomandi hafði upplifað reiði út í barnið sem fyrstu viðbrögð. Eftir okkar samtal og eftir að hafa hlustað á viðtal þar sem ég ræði þessi mál birtist honum önnur mynd af atvikinu. Hann sagðist hafa útskýrt aðstæðurnar fyrir börnunum sínum og sagðist styðja okkur 100%. Það er gott að finna slíka samkennd og stuðning í samfélaginu. Það er bara allt of lítið um það, því miður. Fyrstu viðbrögð fólks eru yfirleitt dómharka vegna þess að það veit ekki betur. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar stígi fram eins og hefur gerst á hópnum ”Sagan okkar”. Þetta litla dæmi í þessum pistli er bara lítill hluti af okkar veruleika. Frekar ýkt dæmi kannski. Við höfum þó lent í því að fá foreldra ansi reiða á tröppurnar og við höfum einnig upplifað það þegar foreldrar hafa bannað börnunum sínum að leika við barnið okkar. En yfirleitt fáum við dómhörkuna ekki svona beint í andlitið heldur ”mallar” hún bara í litla samfélaginu okkar. Og þessi dómharka vinnur gegn öllum bata barnsins. Að koma úr felum Það var í apríl sem við fjölskyldan ákváðum að ”koma úr felum” með okkar vanda. Það var erfitt en við ákváðum að skila skömminni. Það að drengurinn okkar ráði ekki við aðstæður með þessum afleiðingum er EKKI HONUM AÐ KENNA. Það skilgreinir ekki barnið okkar heldur kerfið sem við búum við. Það segir ekkert um það hvernig einstaklingur barnið verður þegar það er komið á fullorðins ár. En samfélagið má einnig vita að barnið mitt er annars dásamlegt og ég elska það út af lífinu á alveg sama hátt og þið elskið ykkar börn. Drengurinn minn er einstaklega hlýr. Hann knúsar mig góða nótt á hverju kvöldi og segist elska mig. Hann kveður mig á hverjum morgni með orðunum ”bæ, ég elska þig mamma”. Jákvæður trítlar hann í skólann en hefur ansi oft komið sár heim. Sum kvöld brestur hann í grát vegna þess að hann upplifir sig svo ”vondann”. Þá hughreystum við hann og bendum honum á að hann er að gera sitt besta. Við hvetjum hann áfram alla daga og reyndum eftir okkar bestu getu að kenna honum. Við minnum hann einnig á að hann er bara barn og hann er að læra. Aðra daga blómstrar hann í skólanum. Nýjasta dæmið sem ég fékk að heyra af er fjöruferð með bekknum. Þar sópaði hann til sín félögum því hann er lifandi og skemmtilegur þegar hann fær að njóta sín. Hann kom einnig glaður heim í dag eftir fjölgreindaleika í skólanum. Barnið sem passar ekki í kassann nýtur sín nefnilega svo vel í verklegum og lifandi greinum sem mætti svo sannarlega auka í skólum landsins. Ég hef því fulla trú á drengnum mínum og það sem styrkir mig í þeirri trú eru afrek 19. ára systur hans sem var ansi ”öflug” á hans aldri en hefur brotið niður hvern múrinn á fætur öðrum. Ef þú einhvern tímann upplifir reiði í garð barns vegna álíka og gerðist hjá okkur þá langar mig að biðja þig að telja upp á tíu áður þú beinir reiðinni að barninu eða foreldrum þess. Gefðu þér það að barnið eigi bágt og að baki því standi góðir foreldrar og öflugt starfsfólk skóla sem er að gera sitt besta til þess að hjálpa barninu. Beindu reiðinni að yfirvöldum, ríkisstjórninni og kerfinu, því það er þar sem eitthvað þarf að breytast. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Okkar veruleiki getur verið ljótur. Ljótur vegna þess að við upplifum skilningsleysi, dómhörku og útskúfun í samfélaginu. Ég hef alltaf litið á dómhörkuna sem afleiðingu af vanþekkingu, vegna þess að fólk sýnir almennt skilning þegar það heyrir svo ”hina hliðina”. Í vikunni kom upp dæmi sem sýndi það svart á hvítu hvað fræðslan skiptir miklu máli. Áföll ofan á áföll Foreldrar barna sem passa ekki í kassa samfélagsins verða iðulega fyrir hinum ýmsu áföllum. Það er gott fyrir aðra foreldra að hafa það í huga. Það var talsvert áfall hjá okkur í dag þegar við fengum sent skjáskot af samskiptum á samfélagsmiðlum þar sem er auglýst eftir ”alræmda barninu okkar”. Það er kaldhæðnislegt að á sömu mínútu sem ég fæ þessa skjámynd senda þá er ég að senda inn pistil um ”Óhreinu börnin hennar Evu”. Aðsend Barnið sem auglýst var eftir er einungis átta ára. Barnið glímir við erfiðleika og kerfið er að bregðast því. Barnið hefur orðið fyrir ítrekaðri vanrækslu í kerfinu. Bið eftir greiningum, tæplega tveggja ára bið eftir talþjálfun, margra mánaða bið eftir iðjuþjálfun, bið eftir félagsfærninámskeiði, engir fagaðilar starfandi í skólanum o.s.frv. Barnið sem þyrfti að vera reglulega undir handleiðslu þroskaþjálfa, sá síðast þroskaþjálfa þegar það var í leikskóla. Barninu líður verr og verr vegna þess að það fær ekki rétta ummönnun og aðstoð. Vanlíðan og hvatvísi er ekki góður kokteill og þessi vanlíðan brýst út með þessum hætti. Það er því ekki að ástæðulausu sem maður kallar á hjálp, heldur er það vegna þess að ÞETTA ERU AFLEIÐINGARNAR. Og að hverjum beinist svo reiðin? Hún beinist fyrst og fremst að ”krakkanum” og foreldrum hans. Við erum á milli steins og sleggju. Við erum í vonlausum aðstæðum, náum varla að halda okkur á floti og erum svo dæmd fyrir afleiðingar þessara vonlausu aðstæðna. Varnarleysi okkar er slíkt að við ákváðum að fá sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa til þess að mæta í skóla barnsins og taka út aðstæðurnar og samspil þess við umhverfið. Þessi iðjuþjálfi hafði einmitt sama dag og þessi færsla birtist á samfélagsmiðlum verið í skóla barnsins á kostnað okkar foreldranna því ekki getur ”kerfið” greitt fyrir slíka þjónustu. Úrræðaleysið er allsráðandi allsstaðar. Við sendum út ákall á hjálp og okkur er ekki svarað. Við sendum þingmönnum tölvupóst en einungis tveir svara. Ráðamenn og fólk sem gæti haft einhver áhrif hunsar vandann. Það lætur sem það sjái ekki ákallið, skýrslurnar og pistlana. Þetta er svo óþægileg umræða þið skiljið...svona korter í kosningar. Fræðslan er lykillinn að samkennd Ég skal viðurkenna að það er erfitt að stíga fram með þessa reynslu. En ég ætla að láta mig hafa það því það er einlæg ósk mín að yfirvöld sjái enn frekar alvarleikann í stöðunni þegar þetta er komið út í það að átta ára börn eru nafngreind á samfélagsmiðlum sem alræmd og óskað eftir upplýsingum um það hvar þau eigi heima. Mig langar einnig að benda samborgurum mínum á að það má komast í samband við foreldra barns í gegnum skólann. Það er mun fýsilegri leið. Það er líka mikilvægt að stíga fram með þetta dæmi því það sýnir svo vel hvað fræðslan skiptir miklu máli. Þessi einstaklingur hafði ekki áttað sig á aðstæðunum þegar færslan var sett inn. Viðkomandi hafði upplifað reiði út í barnið sem fyrstu viðbrögð. Eftir okkar samtal og eftir að hafa hlustað á viðtal þar sem ég ræði þessi mál birtist honum önnur mynd af atvikinu. Hann sagðist hafa útskýrt aðstæðurnar fyrir börnunum sínum og sagðist styðja okkur 100%. Það er gott að finna slíka samkennd og stuðning í samfélaginu. Það er bara allt of lítið um það, því miður. Fyrstu viðbrögð fólks eru yfirleitt dómharka vegna þess að það veit ekki betur. Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar stígi fram eins og hefur gerst á hópnum ”Sagan okkar”. Þetta litla dæmi í þessum pistli er bara lítill hluti af okkar veruleika. Frekar ýkt dæmi kannski. Við höfum þó lent í því að fá foreldra ansi reiða á tröppurnar og við höfum einnig upplifað það þegar foreldrar hafa bannað börnunum sínum að leika við barnið okkar. En yfirleitt fáum við dómhörkuna ekki svona beint í andlitið heldur ”mallar” hún bara í litla samfélaginu okkar. Og þessi dómharka vinnur gegn öllum bata barnsins. Að koma úr felum Það var í apríl sem við fjölskyldan ákváðum að ”koma úr felum” með okkar vanda. Það var erfitt en við ákváðum að skila skömminni. Það að drengurinn okkar ráði ekki við aðstæður með þessum afleiðingum er EKKI HONUM AÐ KENNA. Það skilgreinir ekki barnið okkar heldur kerfið sem við búum við. Það segir ekkert um það hvernig einstaklingur barnið verður þegar það er komið á fullorðins ár. En samfélagið má einnig vita að barnið mitt er annars dásamlegt og ég elska það út af lífinu á alveg sama hátt og þið elskið ykkar börn. Drengurinn minn er einstaklega hlýr. Hann knúsar mig góða nótt á hverju kvöldi og segist elska mig. Hann kveður mig á hverjum morgni með orðunum ”bæ, ég elska þig mamma”. Jákvæður trítlar hann í skólann en hefur ansi oft komið sár heim. Sum kvöld brestur hann í grát vegna þess að hann upplifir sig svo ”vondann”. Þá hughreystum við hann og bendum honum á að hann er að gera sitt besta. Við hvetjum hann áfram alla daga og reyndum eftir okkar bestu getu að kenna honum. Við minnum hann einnig á að hann er bara barn og hann er að læra. Aðra daga blómstrar hann í skólanum. Nýjasta dæmið sem ég fékk að heyra af er fjöruferð með bekknum. Þar sópaði hann til sín félögum því hann er lifandi og skemmtilegur þegar hann fær að njóta sín. Hann kom einnig glaður heim í dag eftir fjölgreindaleika í skólanum. Barnið sem passar ekki í kassann nýtur sín nefnilega svo vel í verklegum og lifandi greinum sem mætti svo sannarlega auka í skólum landsins. Ég hef því fulla trú á drengnum mínum og það sem styrkir mig í þeirri trú eru afrek 19. ára systur hans sem var ansi ”öflug” á hans aldri en hefur brotið niður hvern múrinn á fætur öðrum. Ef þú einhvern tímann upplifir reiði í garð barns vegna álíka og gerðist hjá okkur þá langar mig að biðja þig að telja upp á tíu áður þú beinir reiðinni að barninu eða foreldrum þess. Gefðu þér það að barnið eigi bágt og að baki því standi góðir foreldrar og öflugt starfsfólk skóla sem er að gera sitt besta til þess að hjálpa barninu. Beindu reiðinni að yfirvöldum, ríkisstjórninni og kerfinu, því það er þar sem eitthvað þarf að breytast. Höfundur er laganemi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar