Vissir þú þetta um næringarfræði og næringarfræðinga? Geir Gunnar Markússon skrifar 3. júní 2021 11:00 Hippókrates (460 f.Kr. – um 377 f.Kr.) sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar sagði „notum mat sem lyf og lyf sem mat“. Læknisfræði nútímans er nú því miður mun meiri lyflæknisfræði en næringarlæknsifræði. Jónas Kristjánsson læknir (1870-1960) og stofandi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði sagði “Fæðan er það efni, sem líkami manna og dýra er úr gerður. Heilbrigði er fyrst og fremst komin undir eðlilegri næringu.” Þessi gamla og góða speki um mikilvægi næringarinnar er alltaf að koma betur og betur í ljós. Því nútímamaðurinn er að kála heilsu sínu og lífi með eigin velmegun, þ.e.a.s. lífsstílssjúkdómum sem eiga örsök sína að stórum hluta í lélegu mataræði. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þá er slæmt mataræði stærsti einstaki áhættuþátturinn að baki heildarsjúkdómsbyrgði Íslendinga. Þó að næring sé einn af grunnþáttum lífs og heilbrigðis okkar þá er næringarfræði sem vísindagrein mjög ung. Það var á árunum 1913-1948 sem vítamínin og hlutverk þeirra voru uppgötvuð. Á þessum tíma voru næringartengdir sjúkdómar skilgreindir og lækning á þeim fundin s.s skyrbjlúgur (C-vítamínskortur), beri-beri (þíamínskortur), pellagra (níasínskortur), beinkröm í börnum (D-vítamínskortur), þurr augu (xerophtalmia, A-vítamínskortur) og blóðleysi (járn- og/eða B12-vítamínskortur). Orðið vítamín er dregið af orðinu vita sem þýðir líf á latínu og amin, því það var talið í fyrstu að vítamín væru hlutar af amínósýrum. Næringarfræði er vísindagrein sem kennd er á háskólastigi og bíður upp á grunnnám (BS gráða), framhaldsnám (MS gráða) eða doktorsnám (PhD gráða) Næringarfræðingur og næringarráðgjafi eru lögvernduð starfheiti á Íslandi og er gerð krafa um fimm ára háskólanám (meistaragráðu) í faginu. Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein og veitir m.a. innsýn í efnafræði, lífeðlisfræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, ónæmisfræði, sálfræði, örverufræði og stærðfræði. Nám og störf í næringarfræði bjóða því upp á mikla sérhæfingu innan fagsins s.s klínískt-, íþrótta og lýðheilsunæringarfræð,rannsókna og vísindastarf. Dr. Jón Óttar Ragnarsson sem stofnaði Stöð 2 árið 1986 er næringarfræðingur að mennt frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Hann átti einnig þátt í að námsbraut í matvæla- og næringarfræðum var sett á laggirnar við Háskóla Íslands árið 1977. Í dag er næringarfræði kvennastétt. Þó ég hafi ekki tölur yfir kynjaskiptuna í faginu þá sé ég þetta vel á fundum, ráðstefnum og störfum með kollegum mínum hérlendis og erlendis. Þannig að ég ákalla kynbræður mína sem hafa áhuga á næringarfræði að mennta sig í þessu spennandi fagi til að viðhalda fjölbreytileika næringarfræðinga.Vert er að benda á í þessu samhengi að hægt er að sækja um grunnnám í næringarfræði við HÍ til 5.júní n.k. Næringarfræðingar nútímans eru lítið í því að telja hitaeiningar ofan í fólk eins og margir virðast halda. Leiðbeiningar næringarfræðinga til að vinna á ofþyngd fólks snýst meira um að kenna svengdarvitund, skammtastærðir og koma reglu á máltíðir. Framtíðar næringarráðleggingar munu að stóru leyti snúa að því að efla þarmaflóru fólks. Það er mín trú að það verði jafneðlilegt í framtíðinni að skila inn saursýni eins og það er að taka blóðprufu í dag, til að greina næringarástand. Þrátt fyrir að næring sé ein grunnforsendum heilbrigðis eru sjálfstætt starfandi næringarfræðingar ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu á sinni þjónustu líkt og læknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og sálfræðingar (reyndar meira í orði en á borði). Einnig eru sárafáir næringarfræðingar starfandi við heilsugæslustöðvar landsins, endurhæfingarstofnanir og aðrar heilbrigðisstofnir. Það er sorglegt að heilbrigðisyfirvöld og þeir sem stýra heilbrigðisstofnunum hafi ekki enn gert sér grein fyrir mikilvægi næringar í heilbrigði fólks. Það er því kannski ekki skrítið að lífsstílssjúkdómar séu að aukast í samfélagi okkar þegar eins stór hlekkur og næring er vanrækt (fjársvelt) þegar kemur að heilsueflingu landsmanna! Þörf fyrir velmenntaða næringarfræðinga hefur líklega aldrei verið meiri en á þessari upplýsingaöld sem við lifum. Því mikið af óábyrgum, röngum og villandi skilaboðum um heilsu og næringu er dælt út á netinu, samfélagsmiðlum og í bókaformi. Almenningur er almennt orðinn ringlaður á misvísandi upplýsingum um næringu og heilsu. Á þessum 3 mínútum sem þú tókst í að lesa þessa grein var líkaminn á fullu að vinna og notaði við það orkuna (næringuna) sem þú neyttir. Hjartað dældi um 15L af blóði (vonandi járn- og súrefnisríku ef þú ert vel nærð/ur), næringarefni kvöldmatarins eru komin í smáþarmana þar sem upptaka næringarefnanna fer fram og heilinn notaði bara kolvetni (glúkosa) við lestur þessarar greinar. Höfundur er næringarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Hippókrates (460 f.Kr. – um 377 f.Kr.) sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar sagði „notum mat sem lyf og lyf sem mat“. Læknisfræði nútímans er nú því miður mun meiri lyflæknisfræði en næringarlæknsifræði. Jónas Kristjánsson læknir (1870-1960) og stofandi Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði sagði “Fæðan er það efni, sem líkami manna og dýra er úr gerður. Heilbrigði er fyrst og fremst komin undir eðlilegri næringu.” Þessi gamla og góða speki um mikilvægi næringarinnar er alltaf að koma betur og betur í ljós. Því nútímamaðurinn er að kála heilsu sínu og lífi með eigin velmegun, þ.e.a.s. lífsstílssjúkdómum sem eiga örsök sína að stórum hluta í lélegu mataræði. Samkvæmt skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þá er slæmt mataræði stærsti einstaki áhættuþátturinn að baki heildarsjúkdómsbyrgði Íslendinga. Þó að næring sé einn af grunnþáttum lífs og heilbrigðis okkar þá er næringarfræði sem vísindagrein mjög ung. Það var á árunum 1913-1948 sem vítamínin og hlutverk þeirra voru uppgötvuð. Á þessum tíma voru næringartengdir sjúkdómar skilgreindir og lækning á þeim fundin s.s skyrbjlúgur (C-vítamínskortur), beri-beri (þíamínskortur), pellagra (níasínskortur), beinkröm í börnum (D-vítamínskortur), þurr augu (xerophtalmia, A-vítamínskortur) og blóðleysi (járn- og/eða B12-vítamínskortur). Orðið vítamín er dregið af orðinu vita sem þýðir líf á latínu og amin, því það var talið í fyrstu að vítamín væru hlutar af amínósýrum. Næringarfræði er vísindagrein sem kennd er á háskólastigi og bíður upp á grunnnám (BS gráða), framhaldsnám (MS gráða) eða doktorsnám (PhD gráða) Næringarfræðingur og næringarráðgjafi eru lögvernduð starfheiti á Íslandi og er gerð krafa um fimm ára háskólanám (meistaragráðu) í faginu. Næringarfræði er heilbrigðisvísindagrein og veitir m.a. innsýn í efnafræði, lífeðlisfræði, líffræði, líffærafræði, matvælafræði, ónæmisfræði, sálfræði, örverufræði og stærðfræði. Nám og störf í næringarfræði bjóða því upp á mikla sérhæfingu innan fagsins s.s klínískt-, íþrótta og lýðheilsunæringarfræð,rannsókna og vísindastarf. Dr. Jón Óttar Ragnarsson sem stofnaði Stöð 2 árið 1986 er næringarfræðingur að mennt frá Minnesotaháskóla í Bandaríkjunum. Hann átti einnig þátt í að námsbraut í matvæla- og næringarfræðum var sett á laggirnar við Háskóla Íslands árið 1977. Í dag er næringarfræði kvennastétt. Þó ég hafi ekki tölur yfir kynjaskiptuna í faginu þá sé ég þetta vel á fundum, ráðstefnum og störfum með kollegum mínum hérlendis og erlendis. Þannig að ég ákalla kynbræður mína sem hafa áhuga á næringarfræði að mennta sig í þessu spennandi fagi til að viðhalda fjölbreytileika næringarfræðinga.Vert er að benda á í þessu samhengi að hægt er að sækja um grunnnám í næringarfræði við HÍ til 5.júní n.k. Næringarfræðingar nútímans eru lítið í því að telja hitaeiningar ofan í fólk eins og margir virðast halda. Leiðbeiningar næringarfræðinga til að vinna á ofþyngd fólks snýst meira um að kenna svengdarvitund, skammtastærðir og koma reglu á máltíðir. Framtíðar næringarráðleggingar munu að stóru leyti snúa að því að efla þarmaflóru fólks. Það er mín trú að það verði jafneðlilegt í framtíðinni að skila inn saursýni eins og það er að taka blóðprufu í dag, til að greina næringarástand. Þrátt fyrir að næring sé ein grunnforsendum heilbrigðis eru sjálfstætt starfandi næringarfræðingar ekki með samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um niðurgreiðslu á sinni þjónustu líkt og læknar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og sálfræðingar (reyndar meira í orði en á borði). Einnig eru sárafáir næringarfræðingar starfandi við heilsugæslustöðvar landsins, endurhæfingarstofnanir og aðrar heilbrigðisstofnir. Það er sorglegt að heilbrigðisyfirvöld og þeir sem stýra heilbrigðisstofnunum hafi ekki enn gert sér grein fyrir mikilvægi næringar í heilbrigði fólks. Það er því kannski ekki skrítið að lífsstílssjúkdómar séu að aukast í samfélagi okkar þegar eins stór hlekkur og næring er vanrækt (fjársvelt) þegar kemur að heilsueflingu landsmanna! Þörf fyrir velmenntaða næringarfræðinga hefur líklega aldrei verið meiri en á þessari upplýsingaöld sem við lifum. Því mikið af óábyrgum, röngum og villandi skilaboðum um heilsu og næringu er dælt út á netinu, samfélagsmiðlum og í bókaformi. Almenningur er almennt orðinn ringlaður á misvísandi upplýsingum um næringu og heilsu. Á þessum 3 mínútum sem þú tókst í að lesa þessa grein var líkaminn á fullu að vinna og notaði við það orkuna (næringuna) sem þú neyttir. Hjartað dældi um 15L af blóði (vonandi járn- og súrefnisríku ef þú ert vel nærð/ur), næringarefni kvöldmatarins eru komin í smáþarmana þar sem upptaka næringarefnanna fer fram og heilinn notaði bara kolvetni (glúkosa) við lestur þessarar greinar. Höfundur er næringarfræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun