NBA dagsins: Skoraði þrjátíu stig þrátt fyrir svefnlitla nótt vegna ofnæmiskasts Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 15:01 Rudy Gobert, Donovan Mitchell og félagar í Utah Jazz eru komnir áfram í undanúrslit Vesturdeildarinnar. ap/Rick Bowmer Undirbúningur Donovans Mitchell, leikmanns Utah Jazz, fyrir leikinn gegn Memphis Grizzlies var ekki eins og best verður á kosið. Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Nóttina fyrir leikinn vaknaði Mitchell nefnilega á hverjum klukkutíma vegna ofnæmiskasts. „Ofnæmið hefur leikið mig grátt og hefur líklega aldrei verið verra,“ sagði Mitchell eftir leikinn í Utah. Ofnæmið og svefnleysið virtist þó ekki hafa mikil áhrif á Mitchell í leiknum, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 26 af þrjátíu stigum sínum. Hann tók einnig sex fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Utah byrjaði leikinn af miklum krafti og var tuttugu stigum yfir eftir 1. leikhlutann, 47-27. Utah hefur aldrei skorað jafn mörg stig í leikhluta í úrslitakeppninni í sögu félagsins. Eftir þessa frábæru byrjun var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Utah náði mest 35 stiga forskoti, 91-56, um miðjan 3. leikhluta en Memphis lagaði stöðuna aðeins í 4. leikhluta. Mitchell missti af fyrsta leiknum gegn Memphis vegna meiðsla og hann tapaðist. Liðið hefur hins vegar unnið alla fjóra leikina síðan hann sneri aftur. Í undanúrslitum Vesturdeildarinnar mætir Utah sigurvegaranum úr einvígi Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Jordan Clarkson skoraði 24 stig fyrir Utah í leiknum í nótt og Ruby Gobert lét einnig mikið að sér kveða. Franski miðherjinn skoraði 23 stig og tók fimmtán fráköst. Royce O'Neale og Bojan Bogdanovic skoruðu sautján stig hvor. Ja Morant stóð upp úr í liði Memphis með 27 stig, sjö fráköst og ellefu stoðsendingar. Í sínu fyrsta einvígi í úrslitakeppninni var hann með 30,2 stig, 4,8 fráköst og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Utah og Memphis sem og leikjum Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks, New York Knicks og Atlanta Hawks og Philadelphia 76ers og Washington Wizards auk flottustu tilþrifa leikjanna. Klippa: NBA dagsins 3. júní NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Doncic heldur áfram að kvelja Clippers Luka Doncic átti magnaðan leik þegar Dallas Mavericks tók aftur forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með 100-105 sigri í leik liðanna í nótt. 3. júní 2021 07:31