Kvartað undan bróður Áslaugar til yfirkjörstjórnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 16:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á í harðri baráttu við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Kvartað hefur verið til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins vegna prófkjörs flokksins í Reykjavík vegna gruns um að bróðir dómsmálaráðherra hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni sem nú stendur yfir í Reykjavík. Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Sigurður Helgi Birgisson, sem er umboðsmaður Guðlaugs í prófkjörinu, sendi athugasemdirnar inn til yfirkjörstjórnar í dag. Hann segir í samtali við Vísi að honum hafi borist ábendingar um að fólk í flokknum væri að fá skrýtin símtöl frá framboði Áslaugar þar sem verið væri að bjóða fólk velkomið í flokkinn. Engin leið hafi verið fyrir framboðið að vita hverjir væru nýskráðir í flokkinn af kjörskrá sem flokkurinn deilir út til frambjóðenda í prófkjörinu. Upplýsingar um nýskráningar voru sendar á frambjóðendurna síðasta mánudag en Sigurður segir að ábendingarnar hafi borist honum mun fyrr. Á félagskrá flokksins eru einnig persónuupplýsingar eins og kennitala, netfang og heimilisfang flokksmanna. „Við höfum fengið staðfest frá starfsmanni á skrifstofu flokksins að Magnús Sigurbjörnsson var með aðgang að flokksskrá flokksins,“ segir Sigurður Helgi við Vísi. Magnús er bróðir Áslaugar en hann var kosningastjóri hennar til að byrja með í prófkjörsbaráttunni. Sjá einnig: Lykilatriði að notendur samfélagsmiðla viti og samþykki að flokkarnir séu að vinna með upplýsingar. Búið að loka aðganginum Sigurður segir að hann hafi fengið þær skýringar á aðgangi Magnúsar að hann hafi verið fenginn til að búa til auðvelda leið fyrir flokkinn til að senda út póst á alla félagsmenn í einu í gegn um forritið Mailchimp. „Verandi lögfræðingur veit ég það að vinnsluaðili með persónuupplýsingar má ekki gefa neinum aðgang að þeim nema það sé nauðsynlegt og þegar vinnslan er búin þá á að loka þeim aðgangi hið snarasta,“ segir Sigurður Helgi. Hann segist vita til þess að búið sé að loka aðgangi Magnúsar að félagaskrá flokksins. Uppfært kl. 17:00: Magnús Sigurbjörnsson segir ekkert til í ásökunum um að hann hafi nýtt sér aðgang að félagatali flokksins fyrir framboð Áslaugar systur sinnar. Hann hafi ekki haft aðgang að tölvukerfinu frá því að hann var starfsmaður flokksins fyrr á þessu ári en vildi ekki svara því hvenær hafi verið lokað fyrir aðgang hans. Yfirkjörstjórn gæti hins vegar staðfest hvenær hann hefði skráð sig inn í kerfið. Uppfært kl. 17:20: Yfirkjörstjórn fundar Vísir náði tali af Kristínu Edwald, formanni yfirkjörstjórnar flokksins, sem staðfesti að kvörtunin hefði borist. Hún vildi ekki segja neitt annað um málið því yfirkjörstjórnin færi nú yfir það á fundi. Guðlaugur sagður nota félagaskrá 2006 Svipað mál kom upp í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006 þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi starfsmaður flokksins, hélt því fram að Guðlaugur hefði einn haft aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörinu. Guðlaugur náði þá öðru sæti í prófkjörinu. Sjá einnig: Guðlaugur einn með nýja skrá.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00