Áratugur síðan Keflavík vann síðast leik í úrslitakeppni í Vesturbænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 16:00 Hörður Axel Vilhjálmsson er sá eini í Keflavíkurliðinu sem tók þátt í síðasta sigurleik liðsins í Frostaskjóli í úrslitakeppni. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar heimsækja KR-inga i DHL-höllina í kvöld og geta þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild. Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Keflavík vann fyrsta leikinn með átta stiga mun og sigur í kvöld þýddi að liðið yrði aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu í fyrsta sinn í ellefu ár. KR-ingar hafa unnið síðustu sex Íslandsmeistaratitla en eru með pressuna á sér í kvöld því það væri nánast dauðadómur að lenda 2-0 undir á móti deildarmeisturum Keflavíkur. Keflavíkurliðið hefur aftur á móti ekki slegið KR út úr úrslitakeppni síðan 1997 og Keflvíkingar hafa ekki unnið leik í úrslitakeppni í Vesturbænum síðan 2011. Síðasti sigur Keflavíkur í úrslitakeppni í Frostaskjóli kom 1. apríl 2011 þegar Keflvíkingar unnu eftir framlengdan leik. Frá þeim leik hafa Keflvíkingar mætt fjórum sinnum í Vesturbæinn í úrslitakeppni og tapað í öll fjögur skiptin. Þessi síðasti sigurleikur Keflavíkur í Vesturbænum var mjög skrautlegur og spennandi leikur. Framlengingin var sérstaklega söguleg því liðin skoruðu 62 stig á fimm mínútum í henni en 27 þessara stiga komu reyndar á vítalínunni, úr 39 vítaskotum. Það eru leikmenn í liðunum í dag sem voru í aðalhlutverki í þessum leik fyrir rúmum tíu árum síðan en Brynjar Þór Björnsson var með 25 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 14 stig og 9 stoðsendingar í leiknum. Matthías Orri Sigurðarson var þarna kornungur aukaleikari en fékk að spila í 17 sekúndur. Leikur KR og Keflavíkur hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Upphitun hefst klukkan 19.45 og strax á eftir verður farið yfir leikinn í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport 4. Hér fyrir neðan má sjá síðustu heimsóknir Keflvíkingar í Vesturbæ Reykjavíkur í úrslitakeppni. Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Síðustu leikir KR og Keflavíkur í úrslitakeppni í Vesturbænum: Átta liða úrslit 2019: Leikur 2: KR vann með 9 stigum (86-77) Undanúrslit 2017 Leikur 3: KR vann með 3 stigum (91-88) Leikur 1: KR vann með 19 stigum (90-71) Undanúrslit 2011 Leikur 5: KR vann með 16 stigum (105-89) Leikur 3: Keflavík vann með 4 stigum í framlengingu (139-135)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira