„Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2021 13:30 Bergur Stefánsson er formaður Félags bráðalækna. Samsett Aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna. Yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum á deildinni. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Félag bráðalækna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stöðuna á bráðadeildinni í morgun en yfirlýsingin var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna segir að krafa félagsins sé fyrst og fremst að lágmarksmönnun á deildinni sé virt. Nú þegar náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert sé ráð fyrir í verkfalli, það er sjö vaktalínur svokallaðar. „Ef það eru aðeins fimm vaktir sérfræðinga sem eru á bráðamóttöku er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga og ef þú getur ekki tryggt það þá ertu að leggja líf þeirra í hættu,“ segir Bergur. Hann kveðst alls ekki viss um að þurfi aukið fjármagn til að bregðast við vandanum. Hann telji að áherslur hjá framkvæmdastjórn spítalans þurfi að vera skýrari. „Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður, undanfarin sumur hefur gengið skár, það hefur komið fyrir að við höfum farið nokkra daga undir neyðarmönnun en þessi staða með fjölda sérfræðilækna í bráðalækningum hefur verið ljós alveg frá áramótum og ítrekað verið bent á hana.“ Bergur segir að félagið hafa lagt fram tillögur til framkvæmdastjórnar, sem að hans vitund hafi ekki verið teknar til umfjöllunar í stjórninni. Þá segir hann að Landlæknir hafi ítrekað fjallað um stöðuna á spítalanum og bráðamóttökunni frá árinu 2018. „Í mínum augum eru þetta mjög harðar athugasemdir sem landlæknir hefur gefið út að undanförnum árum. Því miður er staðan ekki betri en svo aðekki hefur tekist að framfylgja ábendingum landlæknis.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér harðorða yfirlýsingu um stöðuna á bráðadeildinni í morgun en yfirlýsingin var samþykkt á aðalfundi félagsins í gær. Bergur Stefánsson formaður Félags bráðalækna segir að krafa félagsins sé fyrst og fremst að lágmarksmönnun á deildinni sé virt. Nú þegar náist ekki skilgreind neyðarmönnun bráðalækna eins og gert sé ráð fyrir í verkfalli, það er sjö vaktalínur svokallaðar. „Ef það eru aðeins fimm vaktir sérfræðinga sem eru á bráðamóttöku er ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga og ef þú getur ekki tryggt það þá ertu að leggja líf þeirra í hættu,“ segir Bergur. Hann kveðst alls ekki viss um að þurfi aukið fjármagn til að bregðast við vandanum. Hann telji að áherslur hjá framkvæmdastjórn spítalans þurfi að vera skýrari. „Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður, undanfarin sumur hefur gengið skár, það hefur komið fyrir að við höfum farið nokkra daga undir neyðarmönnun en þessi staða með fjölda sérfræðilækna í bráðalækningum hefur verið ljós alveg frá áramótum og ítrekað verið bent á hana.“ Bergur segir að félagið hafa lagt fram tillögur til framkvæmdastjórnar, sem að hans vitund hafi ekki verið teknar til umfjöllunar í stjórninni. Þá segir hann að Landlæknir hafi ítrekað fjallað um stöðuna á spítalanum og bráðamóttökunni frá árinu 2018. „Í mínum augum eru þetta mjög harðar athugasemdir sem landlæknir hefur gefið út að undanförnum árum. Því miður er staðan ekki betri en svo aðekki hefur tekist að framfylgja ábendingum landlæknis.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira