Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur víðs vegar um land Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 10:44 Hátíð hafsins hefur verið aflýst í ár, en hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2002. HÁTÍÐ HAFSINS Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur víðs vegar um land í dag, þótt samkomutakmarkanir setji vissulega sinn svip á daginn. Ýmislegt verður um að vera í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, á Ólafsfirði, Neskaupstað og Bolungarvík. Hátíð hafsins sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2002, hefur verið aflýst. Á höfuðborgarsvæðinu verður formleg afhending atvikaskráningarkerfisins ATVIK-sjómenn í tilefni dagsins. Kerfið er gjöf frá VÍS til íslenskra sjómanna og er ætlað að fækka sjóslysum. Afhendingin fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu hjá Slysavarnaskóla sjómanna klukkan 13. Þá verður sjómannadagurinn með óhefðbundnu sniði í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar við Háabakka, opið hús Siglingaklúbbsins Þyts og ljósmyndasýningu á Strandstígnum. Álfarnir Þorri og Þura munu einnig bjóða til veislu í Hellisgerði klukkan 14. Í Þorlákshöfn var dagskrá alla helgina, en bærinn heldur jafnframt upp á 70 ára afmæli sitt. Í dag verður boðið upp á sjómannadagsmessu klukkan 11, dagskrá í Skrúðgarði og kaffihlaðborð Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hægt er að nálgast frekari dagskrá hér. Sjómannadagskaffi Eykindils fellur niður í Vestmannaeyjum. Þó verður boðið upp á sjómannadagsmessu í Landakirkju klukkan 13, lúðrasveit Vestmannaeyja mun taka lög og Eliza Reed, forsetafrú mun flytja ræðu. Dagskrá Vestmannaeyja er að finna hér. Á Ólafsfirði var mikið um hátíðarhöld alla helgina. Í dag verður hátíðarmessa, skrúðganga og fjölskylduskemmtun þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðinni lýkur í kvöld með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu. Þá verður einnig dagskrá á Neskaupstað og í Bolungarvík í dag. Sjómannadagurinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Hátíð hafsins sem haldin hefur verið árlega síðan árið 2002, hefur verið aflýst. Á höfuðborgarsvæðinu verður formleg afhending atvikaskráningarkerfisins ATVIK-sjómenn í tilefni dagsins. Kerfið er gjöf frá VÍS til íslenskra sjómanna og er ætlað að fækka sjóslysum. Afhendingin fer fram um borð í skólaskipinu Sæbjörgu hjá Slysavarnaskóla sjómanna klukkan 13. Þá verður sjómannadagurinn með óhefðbundnu sniði í Hafnarfirði. Þar verður meðal annars boðið upp á fiskasýningu Hafrannsóknarstofnunar við Háabakka, opið hús Siglingaklúbbsins Þyts og ljósmyndasýningu á Strandstígnum. Álfarnir Þorri og Þura munu einnig bjóða til veislu í Hellisgerði klukkan 14. Í Þorlákshöfn var dagskrá alla helgina, en bærinn heldur jafnframt upp á 70 ára afmæli sitt. Í dag verður boðið upp á sjómannadagsmessu klukkan 11, dagskrá í Skrúðgarði og kaffihlaðborð Björgunarsveitarinnar Mannbjargar. Hægt er að nálgast frekari dagskrá hér. Sjómannadagskaffi Eykindils fellur niður í Vestmannaeyjum. Þó verður boðið upp á sjómannadagsmessu í Landakirkju klukkan 13, lúðrasveit Vestmannaeyja mun taka lög og Eliza Reed, forsetafrú mun flytja ræðu. Dagskrá Vestmannaeyja er að finna hér. Á Ólafsfirði var mikið um hátíðarhöld alla helgina. Í dag verður hátíðarmessa, skrúðganga og fjölskylduskemmtun þar sem fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðinni lýkur í kvöld með árshátíð sjómanna í íþróttahúsinu. Þá verður einnig dagskrá á Neskaupstað og í Bolungarvík í dag.
Sjómannadagurinn Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira