NBA dagsins: Jafnaði þristamet Currys eftir ráð bróður síns og sendi Doncic í sumarfrí Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2021 15:01 Marcus Morris setur niður þrist undir lokin á sigrinum gegn Dallas. Getty/Kevork Djansezian Luka Doncic skoraði 46 stig og átti 14 stoðsendingar í síðasta leik sínum í NBA-deildinni í körfubolta á þessari leiktíð, þegar Dallas Mavericks töpuðu 126-111 gegn LA Clippers í oddaleik. Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar. NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Clippers unnu þar með einvígið 4-3 og komust í undanúrslit vesturdeildarinnar þar sem þeir mæta Utah Jazz í fyrsta leik á útivelli annað kvöld. Kawhi Leonard var atkvæðamestur Clippers með 28 stig, 10 fráköst og níu stoðsendingar en Marcus Morris skilaði einnig afar dýrmætu framlagi. Morris skoraði úr sjö þriggja stiga skotum í leiknum og þurfti aðeins níu tilraunir til. Eini leikmaðurinn sem hafði áður sett niður sjö þrista í oddaleik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar var Stephen Curry, sem hefur reyndar afrekað það tvisvar. Klippa: NBA dagsins 8. júní Morris fékk góðan stuðning úr stúkunni en 7.342 áhorfendur létu í sér heyra í Staples Center. Þar á meðal var Markieff Morris sem átti þó ekki auðvelt með að sætta sig við að vera í höllinni sem áhorfandi eftir að hafa fallið úr keppni með LA Lakers. „Mér leið illa þarna. Mér líður illa yfir að hafa tapað en ég vildi sýna bróður mínum ást og stuðning,“ sagði Markieff Morris við The Undefeated. „Þetta er bara venjulegt fyrir okkur,“ sagði bróðir hans eftir sigurinn. „Hvort sem að menn vinna eða tapa þá er fjölskyldan í fyrirrúmi. Hann mun alltaf koma og styðja mig eins og ég styð hann,“ sagði Marcus en Markieff náði að koma skilaboðum til bróður síns í hálfleik: „Hann segir mér að slaka á og nefnir lítil atriði sem hann tekur eftir í leiknum. Við höfum gert þetta síðan að við vorum krakkar,“ sagði Marcus sem setti niður fjóra þrista í seinni hálfleik. Í NBA dagsins hér að ofan má sjá svipmyndir úr sigri Clippers sem og 128-124 sigri Atlanta Hawks á Philadelphia 76ers þegar fyrsta einvígið í 8-liða úrslitum NBA-deildarinnar hófst en liðin mætast í undanúrslitum austurdeildarinnar.
NBA Tengdar fréttir Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45 Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Clippers áfram þrátt fyrir stórleik Luka Luka Dončić átti enn einn stórleikinn í liði Dallas Mavericks en það dugði ekki til að þessu sinni er liðið tapaði fyrir Los Angeles Clippers í oddaleik úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 126-115 og Clippers komið áfram. 6. júní 2021 22:45
Endurkoma Philadelphia dugði ekki og Atlanta tók forystuna í einvíginu Philadelphia 76ers tók á móti Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Fór það svo að gestirnir unnu leikinn með fjögurra stiga mun, lokatölur 128-124. 6. júní 2021 19:55
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli