Deildarmeisturum Keflavíkur vantar aðeins einn sigur í viðbót til að enda sjö ára sigurgöngu KR-inga í Domino's deildinni og komast sjálfir í lokaúrslit í fyrsta sinn í meira en áratug. Þessi sigur gæti litið dagsins ljós í Blue höllinni í kvöld.
Leikur Keflavíkur og KR hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.45 og Domino's Körfuboltakvöld mun síðan gera leikinn upp strax og honum lýkur.
Keflavíkurliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og það er ljóst að verkefni Vesturbæinga er af erfiðari gerðinni. KR-ingar þurfa nú að vinna tvisvar í Blue höllinni í Keflavík þar sem heimamenn í Keflavíkurliðinu hafa unnið sautján leiki í röð og ekki tapað síðan 24. janúar 2020.
Í kvöld eru einmitt liðnir fimm hundruð dagar síðan að Keflavík tapaði síðast á heimavelli sínum en þá komu Stjörnumenn í heimsókn og unnu sex stiga sigur, 83-77.
Keflavík vann síðustu þrjá heimaleiki sína í deildarkeppninni 2019-20, vann síðan alla ellefu heimaleiki sína í deildinni í vetur og hefur unnið þrjá fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni.
Keflavíkur hefur unnið ellefu af þessum sautján leikjum með tíu stigum eða meira og þá hefur liðið unnið 51 af 68 leikhlutum í þessum sautján heimasigrum í röð sem gerir 75 prósent leikhlutanna.
Keflavíkurliðið er sérstaklega sterkt í seinni hálfleik þar sem liðið hefur aðeins tapað 4 af 34 leikhlutum sínum síðan í janúar í fyrra.
- Sautján leikja sigurganga Keflavíkur í Blue-höllinni:
- Naumir sigrar (5 stig eða minna): 1 leikur
- Sannfærandi sigrar (6 til 9 stig): 5 leikir
- Öruggir sigrar (10 til 19 stig): 5 leikir
- Stórsigrar (20 stig eða meira): 6 leikir
- -
-
Gengi Keflavíkur eftir leikhlutum í síðustu sautján heimaleikjum:
1. leikhluti: Unnið 11 af 17 (3 jafnir, 3 tapaðir) Nettó: +50 - 2. leikhluti: Unnið 12 af 17 (5 tapaðir) Nettó: +48
- 3. leikhluti: Unnið 14 af 17 (3 tapaðir) Nettó: +113
- 4. leikhluti: Unnið 14 af 17 (2 jafnir, 1 tapaður) Nettó: +74
- Samtals:
- Unnir leikhlutar: 51 (75%)
- Jafnt: 5 (7%)
- Tapaðir leikhlutar: 12 (18%)
Sautján leikja sigurganga Keflavíkur á heimavelli
- 8 stiga sigur á Þór Ak. 2. febrúar 2020 (97-89)
- 11 stiga sigur á Haukum 1. mars 2020 (80-69)
- 15 stiga sigur á Þór Þorl. 13. mars 2020 (78-63)
- 28 stiga sigur á Þór Þorl. 14. janúar 2021 (115-87)
- 27 stiga sigur á Grindavík 25. janúar 2021 (94-67)
- 7 stiga sigur á ÍR 1. febrúar 2021 (86-79)
- 26 stiga sigur á Tindastól 7. febrúar 2021 (107-81)
- 20 stiga sigur á Hetti 1. mars 2021 (93-73)
- 33 stiga sigur á Þór Ak. 4. mars 2021 (102-69)
- 12 stiga sigur á Haukum 11. mars 2021 (86-74)
- 32 stiga sigur á Njarðvík 19. mars 2021 (89-57)
- 19 stiga sigur á Stjörnunni 23. apríl 2021 (100-81)
- 8 stiga sigur á KR 30. apríl 2021 (95-87)
- 19 stiga sigur á Val 7. maí 2021 (101-82)
- 8 stiga sigur á Tindastól 15. maí 2021 (79-71)
- 4 stiga sigur á Tindastól 12. maí 2021 (87-83)
- 8 stiga sigur á KR 1. júní 2021 (89-81)