Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júní 2021 11:54 Um klukkan tíu í morgun var löng röð við Laugardalshöll. Hátt í tólf þúsund verða bótusett í dag. vísir/arnar Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Nú eru 48 í einangrun og 247 í sóttkví. Rúmlega 100 þúsund manns eru nú fullbólusettir. Allt að þrjátíu þúsund skömmtun af bóluefni er til að dreifa í þessari vikur og það er stór dagur í dag að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru tíu til tólf þúsund manns sem er verið að bólusetja í dag í heildina. Enn einn stór dagurinn hjá okkur. Í dag erum við að bólusetja með Pfizer og verðum í Laugardalshöllinni í allan dag þannig að fögnum því. Þetta eru bæði endurbólusetningar og fyrsti af þremur hópum þar sem var dregið út með tilviljunarkenndu úrtaki þannig að það er í dag og svo höldum við áfram á morgun með Astra Zeneca og svo á fimmtudag með Jansen,“ segir Sigríður Dóra. Jansen bóluefnið er ekki enn komið til landsins. „Nú hef ég bara ekki fengið fréttir í morgun en ég á nú alveg von á því að það komi, það hefur alltaf allt staðist sem sóttvarnalæknir hefur sagt þannig ég hef alveg trú á því,“ segir Sigríður Dóra. Komi sendingin ekki verði fundin lausn á því. „Við bólusetjum náttúrulega með öllu efni sem við höfum og það verður bara farið yfir hvað er til og svo verðum við bara að endurmeta það,“ segir Sigríður Dóra. Von er á miklu magni af efni frá Pfizer til landsins á næstu vikum. Sigríður Dóra segir að ef allt gangi eftir með bólusetningar verði þær komnar mjög langt í byrjun júlí. „Við verðum með seinni bólusetningar af Pfizer fyrstu vikuna í júlí eða aðra og þá vonumst við til að gera farið í frí. Það er komin þreyta í mannskapinn. En það er allt í lagi að fara í frí þegar við erum búin með allar þessar grunnbólusetningar. Þá erum við komin í góð mál.“ En þetta mun þá ekki hafa áhrif á það að þið seinkið seinni bólusetningu hjá einhverjum hópnum? „Nei, það er alveg gengið út frá því. Þess vegna erum við að keyra þetta svona hratt núna. Það verða næstu þrjár vikur mjög stórar í fyrstu bólusetningu með Pfizer til þess að við getum endurbólusett aftur og við förum ekki í frí fyrr en það er komið,“ segir Sigríður Dóra.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira