Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 15:20 Lögreglumenn við bandaríska þinghúsið reyndu að halda aftur af stuðningsmönnum Trump 6. janúar. Skýrsla þingnefnda leiðir í ljós að upplýsingar sem greiningardeild þinglögreglunnar hafði um það sem var í vændum hafi ekki skilað sér í hættumat í aðdragandanum. AP/Julio Cortez Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. Þetta er á meðal niðurstaðna þverpólitískrar rannsóknar tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um atburðina 6. janúar þegar stór hópur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið eftir fjöldafund með þáverandi forsetanum. Þann dag átti þingið að staðfesta úrslit forsetakosninganna og sigur Joes Biden. Lögreglan virtist alls óundirbúin fyrir atlöguna og tókst hundruð manna að brjóta sér leið inn í þinghúsið eftir hörð átök við lögreglumenn fyrir utan. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum og tveir sviptu sig lífi daga á eftir árásina. Fjöldi lögreglumanna særðist, sumir alvarlega. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Trump hefðu lengi sett stefnuna á Washington-borg 6. Janúar, sumir þeirra vopnaðir öfgamenn, taldi leyniþjónustudeild þinglögreglunnar [e. capitol police] möguleikann á ofbeldi fjarlægan og ósennilegan í aðdragandanum. Hættunnar ekki getið í hættumati dagana fyrir árásina Nefndirnar komust að því að leyniþjónustudeildin hefði haft af því fregnir að mótmælendurnir ætluðu sér að mæta vopnaðir og beita þeim geng lögreglu ef hún reyndi að stöðva för þeirra þegar 21. desember, um tveimur vikum fyrir árásina á þinghúsið, að sögn Washington Post. Einnig hafði hún upplýsingar um að mótmælendurnir deildu teikningum af þinghúsinu á milli sín á netinu til þess að leggja á ráðin um hvar væri best að ráðast til inngöngu. Aðeins stjórnendur lögreglunnar fengu upplýsingar um hættuna en hennar var ekki formlega getið í hættumati unnið í aðdraganda 6. janúar. Í daglegum leyniþjónustuskeytum dagana fyrir árasina var ekkert vikið að þeim möguleika á að stuðningsmenn Trump gætu beitt valdi. „Það voru umtalsverð, yfirgripsmikil og óásættanleg mistök í upplýsingasöfnuninni. Mistök við að leggja fullnægjandi mat á hættuna á ofbeldi þennan dag átti verulegan þátt í að brotist var inn í þinghúsið. Árásin var hreinskilnislega sagt skipulögð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Gary Peters, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar úr flokki demókrata, um niðurstöðu rannsóknar nefndar hans og reglu- og stjórnsýslunefndarinnar. Þjóðvarðliðinu ekki skipað að halda sig til hlés Gagnrýnt var á sínum tíma hversu langan tíma það tók að senda liðsauka eftir að ljós var að múgurinn hafði yfirbugað þinglögregluna og brotist inn í þinghúsið. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirmaður þinglögreglunnar óskaði aldrei formlega eftir því að þjóðvarliðið yrði kallað út til aðstoðar jafnvel þó að hann hefði ítrekað beðið yfirmenn sína um að útvega það. Í skýrslu nefndanna kenna þær hægagangi í að koma þjóðvarðliðinu af stað og lélegum samskiptum ólíkra stofnana um hversu lengi liðsaukinn var á leiðinni. Ekki hafi komið neinar skipanir frá Hvíta húsinu um að þjóðvarðliðið ætti að halda sig til hlé eins og ásakanir voru um á sínum tíma. Fimm manns létust í eða skömmu eftir árásina á þinghúsið. Auk lögreglumannanna þriggja sem létust skutu lögreglumenn einn mótmælanda til bana og annar lést af því sem er talið ofskammti af lyfjum. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar og sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til hennar. Öldungadeildin sýknaði forsetann en nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði, fyrst með því að kæra hann og síðar með því að hann yrði sakfelldur. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna þverpólitískrar rannsóknar tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um atburðina 6. janúar þegar stór hópur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið eftir fjöldafund með þáverandi forsetanum. Þann dag átti þingið að staðfesta úrslit forsetakosninganna og sigur Joes Biden. Lögreglan virtist alls óundirbúin fyrir atlöguna og tókst hundruð manna að brjóta sér leið inn í þinghúsið eftir hörð átök við lögreglumenn fyrir utan. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum og tveir sviptu sig lífi daga á eftir árásina. Fjöldi lögreglumanna særðist, sumir alvarlega. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Trump hefðu lengi sett stefnuna á Washington-borg 6. Janúar, sumir þeirra vopnaðir öfgamenn, taldi leyniþjónustudeild þinglögreglunnar [e. capitol police] möguleikann á ofbeldi fjarlægan og ósennilegan í aðdragandanum. Hættunnar ekki getið í hættumati dagana fyrir árásina Nefndirnar komust að því að leyniþjónustudeildin hefði haft af því fregnir að mótmælendurnir ætluðu sér að mæta vopnaðir og beita þeim geng lögreglu ef hún reyndi að stöðva för þeirra þegar 21. desember, um tveimur vikum fyrir árásina á þinghúsið, að sögn Washington Post. Einnig hafði hún upplýsingar um að mótmælendurnir deildu teikningum af þinghúsinu á milli sín á netinu til þess að leggja á ráðin um hvar væri best að ráðast til inngöngu. Aðeins stjórnendur lögreglunnar fengu upplýsingar um hættuna en hennar var ekki formlega getið í hættumati unnið í aðdraganda 6. janúar. Í daglegum leyniþjónustuskeytum dagana fyrir árasina var ekkert vikið að þeim möguleika á að stuðningsmenn Trump gætu beitt valdi. „Það voru umtalsverð, yfirgripsmikil og óásættanleg mistök í upplýsingasöfnuninni. Mistök við að leggja fullnægjandi mat á hættuna á ofbeldi þennan dag átti verulegan þátt í að brotist var inn í þinghúsið. Árásin var hreinskilnislega sagt skipulögð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Gary Peters, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar úr flokki demókrata, um niðurstöðu rannsóknar nefndar hans og reglu- og stjórnsýslunefndarinnar. Þjóðvarðliðinu ekki skipað að halda sig til hlés Gagnrýnt var á sínum tíma hversu langan tíma það tók að senda liðsauka eftir að ljós var að múgurinn hafði yfirbugað þinglögregluna og brotist inn í þinghúsið. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirmaður þinglögreglunnar óskaði aldrei formlega eftir því að þjóðvarliðið yrði kallað út til aðstoðar jafnvel þó að hann hefði ítrekað beðið yfirmenn sína um að útvega það. Í skýrslu nefndanna kenna þær hægagangi í að koma þjóðvarðliðinu af stað og lélegum samskiptum ólíkra stofnana um hversu lengi liðsaukinn var á leiðinni. Ekki hafi komið neinar skipanir frá Hvíta húsinu um að þjóðvarðliðið ætti að halda sig til hlé eins og ásakanir voru um á sínum tíma. Fimm manns létust í eða skömmu eftir árásina á þinghúsið. Auk lögreglumannanna þriggja sem létust skutu lögreglumenn einn mótmælanda til bana og annar lést af því sem er talið ofskammti af lyfjum. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar og sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til hennar. Öldungadeildin sýknaði forsetann en nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði, fyrst með því að kæra hann og síðar með því að hann yrði sakfelldur.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira