Ríkissaksóknari áfrýjar máli Sigur Rósar: „Mér þykir þetta orðið skammarlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2021 15:43 Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, er greinilega ekki hress með ákvörðun ríkissaksóknara. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi héraðsdóms í máli fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar. Liðsmönnum sveitarinnar hefur verið birt áfrýjunarstefna. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi. Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, segir í færslu á Facebook ljóst að saksóknari ætli ekki að gefast upp alveg strax. „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Georg deilir mynd teiknarans Halldórs í Fréttablaðinu í færslu sinni. Í skopmynd Halldórs er grínast með það hvort skattayfirvöld ætli ekki að fara í mál við Vigdísi Finnbogadóttur eða Amnesty International fyrst Sigur Rós hafi verið sýknuð í héraði. Áframhaldandi óvissa Sýknudómur í máli sveitarinnar var kveðinn upp þann 25. maí. Löngu tímabær niðurstaða og kærkomin að sögn Bjarnfreðar Ólafssonar, lögmanns Sigur Rósar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ sagði Bjarnfreður við það tilefni. Athygli vakti að í framhaldinu settu fyrrnefndur Georg og frú heimili sitt á sölu. Mögulega til marks um þau tímamót sem sýknudómurinn var. „Þarna er framtíðin í húfi, hvernig þeim reiðir af, hvort þau yrðu gjaldþrota og hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er mjög sterk og ákveðin sýkna í þessu máli.“ Nú er hins vegar ljóst að málið fer fyrir Landsrétt. Ákærðir fyrir skattsvik Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason í faðmlögum fyrir utan héraðsdóm.Vísir/Vilhelm Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Það mál fer nú sömuleiðis fyrir Landsrétt. Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Sigur Rós Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Georg og Svanhvít selja á Hávallagötunni Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir. 31. maí 2021 13:25 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Vísi. Georg Hólm, bassaleikari sveitarinnar, segir í færslu á Facebook ljóst að saksóknari ætli ekki að gefast upp alveg strax. „Hvað á þessi farsi að halda lengi áfram? Á ég að fara að taka þessu persónulega? Mér þykir þetta orðið skammarlegt.“ Georg deilir mynd teiknarans Halldórs í Fréttablaðinu í færslu sinni. Í skopmynd Halldórs er grínast með það hvort skattayfirvöld ætli ekki að fara í mál við Vigdísi Finnbogadóttur eða Amnesty International fyrst Sigur Rós hafi verið sýknuð í héraði. Áframhaldandi óvissa Sýknudómur í máli sveitarinnar var kveðinn upp þann 25. maí. Löngu tímabær niðurstaða og kærkomin að sögn Bjarnfreðar Ólafssonar, lögmanns Sigur Rósar. „Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta skiptir miklu máli fyrir þá og fjölskyldur þeirra,“ sagði Bjarnfreður við það tilefni. Athygli vakti að í framhaldinu settu fyrrnefndur Georg og frú heimili sitt á sölu. Mögulega til marks um þau tímamót sem sýknudómurinn var. „Þarna er framtíðin í húfi, hvernig þeim reiðir af, hvort þau yrðu gjaldþrota og hvernig þetta yrði allt saman. Þetta er mjög sterk og ákveðin sýkna í þessu máli.“ Nú er hins vegar ljóst að málið fer fyrir Landsrétt. Ákærðir fyrir skattsvik Tónlistarmennirnir fjórir voru grunaðir um stórfelld skattsvik með því að hafa komist hjá því að greiða ríflega 150 milljónir króna. Auk þeirra var endurskoðandi þeirra ákærður í málinu. Skattsvikamál hefur velkst um í réttarkefinu um nokkurt skeið en Landsréttur úrskurðaði í febrúar á síðasta ári að málið færi aftur fyrir héraðsdóm og skyldi tekið til efnislegrar meðferðar. Lögmaður liðsmanna Sigur Rósar gerði á sínum tíma kröfu um að málinu yrði vísað frá á grundvelli laga um tvöfalda refsingu þar sem þeir hefðu þegar greitt sekt vegna málsins. Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason í faðmlögum fyrir utan héraðsdóm.Vísir/Vilhelm Eignir tónlistarmannanna – þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Kjartans Sveinssonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar – voru um tíma kyrrsettar við rannsókn málsins, en eignirnar námu um 800 milljónum króna. Jón Þór og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi hans voru einnig sýknaðir fyrir skattsvik er vörðuðu félag Jóns Þórs, Frakk. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts upp á 146 milljónir króna. Það mál fer nú sömuleiðis fyrir Landsrétt.
Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Sigur Rós Tengdar fréttir Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10 Georg og Svanhvít selja á Hávallagötunni Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir. 31. maí 2021 13:25 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Liðsmenn Sigur Rósar sýknaðir í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun fjóra liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rósar af ákæru um stórfelld skattsvik. 25. maí 2021 10:10
Georg og Svanhvít selja á Hávallagötunni Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir. 31. maí 2021 13:25