Hvenær er ég gömul? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 9. júní 2021 07:30 Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það er ljóst að þjóðin er að eldast í árum og sífellt fleiri tilheyra hópi eldri borgara á blaði án þess að upplifa sig sem slíka. Það er augljóst að þessi ört stækkandi hópur er ekki mjög einsleitur, lífsskoðanir sem og heilsa mismunandi og því er löngu orðið tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu fyrir þennan fjölbreytta hóp. Við þurfum að fara að horfa heildstæðar á þennan málaflokk með fjölda mismunandi úrræða við hæfi. Með uppbyggingu á góðum útivistarsvæðum og aðstöðu til hreyfingar í sveitarfélögunum þá hefur fólk á öllum aldri fengið tækifæri til þess að viðhalda og bæta heilbrigði, líðan og aðstæður með heilsueflingu, forvörnum og heilbrigðisþjónustu. Þannig hefur hið opinbera skapað fólki aðstæður í samfélaginu sem auðvelda því að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund fólks og vitneskju um mikilvægi þess. Aukum fjármuni til lýðheilsumála Það er óumdeilt að fjármunir sem varið er til lýðheilsu eru sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Með því að lýðheilsusjónarmið færist ofar hjá fólki þá getur verið svolítið á reiki hvenær kona upplifir sig eldri borgara og hvenær ekki? Amman sem skellir sér í Landvættina er ólíkleg til þess að þurfa á mikilli aðstoð frá ríki eða sveitarfélagi. Það eru aftur á móti ekki allir svo heppnir að geta stundað afreksíþróttir eftir miðjan aldur. Þess vegna þurfum við að geta boðið upp á mismunandi úrræði fyrir mismunandi hópa fólks. Hættum þessu rugli Við verðum að finna leiðir til að koma til móts við einstaklinga út frá þörfum þeirra hverju sinni. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herðum sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira og einstaklingurinn fellur stundum á milli. Átökin snúast þannig oft um fjármagn á milli ríkis og sveitarfélaga, - því rugli þarf að linna. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjónustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveitarfélögin að taka yfir málefni aldraðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Þjónustuna geta svo ýmsir aðilar veitt bæði opinberir og einkaaðilar. Þó fjármagnið komi úr sjóðum okkar allra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar