Í bítið: Héraðsdómari opinberar eigin vanþekkingu í beinni! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2021 09:01 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómara og frambjóðanda til Alþingis setur niður þegar hann hefur upp raust sína [Ísland í Bítið, 8. júní 2021] og segir okkuröll þekkja „[…] stráka sem eru orkumiklir. Í nútímanum væru þeir sennilega lyfjaðir niður, settir á rítalín.“ Hnýtir jafnframt í skólakerfið með þeim orðum „[…] að þeir verði ekki lyfjaðir niður eins og mér sýnist vera gert í stórum stíl.“ Vissulega leggur hann margt annað áhugavert til málanna. En þegar maður í hans stöðu notar orðalag sem staðfestir að hann hafi ekki hundsvit á hvað ADHD gengur út á, né hver virkni ADHD lyfja raunverulega er, þá þarf sá hinn sami að girða sig í brók og læra að leita sér upplýsinga. ADHD er taugaþroskaröskun sem snýst um að ákveðnar heilastöðvar í framheila vannýta taugaboðefni á meðan þau eru til staðar. Fyrir vikið eru þær í raun vanvirkar. ADHD lyf tefja einfaldlega að taugaboðefni hverfi og gefa þannig heilanum lengri tíma til að nýta þau. Það aftur kemur í veg fyrir helstu birtingarmyndir ADHD. Á meðan virka fyrrnefndar heilastöðvar eðlilega. Að kalla slíkt „lyfjun“ eru hrein og klár öfugmæli sem opinberar vanþekkingu og fordóma héraðsdómarans. Eflaust vill Arnar Þór bera fyrir sig umræður varðandi aukningu í ávísunum ADHD lyfja. Honum til upplýsingar þarf hér að stíga afar varlega til jarðar áður en gífuryrði eru hrópuð útum stræti og torg. Stóri vandinn liggur í skorti á upplýsingum. Þar þarf hreint út sagt stórátak til að hægt sé að greina raunverulega stöðu mála. Mun betur færi ef dómari sá, er svo mjög hefur viljað tjá sig um samfélagsmál á opinberum vettvangi og langar nú á þing, kynni sér málin áður en hann leggur lóð sitt á vogarskál. Arnar Þór væri maður að meiri fyrir vikið. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar