Brenna inni með bunka af málum Snorri Másson skrifar 9. júní 2021 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á. Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10