Brenna inni með bunka af málum Snorri Másson skrifar 9. júní 2021 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á. Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gera má ráð fyrir að á þriðja tug mála fari í gegn það sem eftir lifir þings af um 50 stjórnarfrumvörpum sem eru enn inni í nefndum. Þingflokksformenn funduðu í hádeginu um hvaða málum skyldi hleypt í gegn á þinginu. Stjórnarflokkarnir kynntu hvaða mál þeir stefna að því að klára og hvaða mál ekki en enn eru viðræðurnar ekki komnar svo langt að stjórnarandstaðan sé farin að setja sínar óskir fram. Samkvæmt heimildum Vísis verður niðurstaðan með eftirfarandi hætti og endurspeglar hún vilja stjórnarinnar. Frumvarp um miðhálendisþjóðgarð verður sent aftur til ráðherra og er þar með úr leik á þessu þingi. Með þessu er brotið gegn stjórnarsáttmálanum, en málið er á vegum Vinstri grænna. Önnur meiri háttar mál VG mæta afgangi. Afglæpavæðing fíkniefna verður að öllum líkindum ekki samþykkt á þinginu og ekki heldur stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Rammaáætlun verður þá ekki afgreidd á þessu þingi. Mannanöfn og brugghús út Sjálfstæðismenn þurfa einnig að leyfa nokkrum málum að sitja á hakanum. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á mannanafnalögum í mikla frjálsræðisátt verður ólíklega afgreitt á þessu þingi. Það sama gildir um frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um að heimila smásölu á áfengi á framleiðslustað hjá smærri brugghúsum. Annað sem Áslaug Arna nær að líkindum ekki að leiða til lykta eru tillögur hennar til breytinga á útlendingalögum. Þær breytingar áttu að fela í sér að færri fengju efnismeðferð sinna mála hjá Útlendingastofnun og fleiri yrðu sendir aftur til fyrsta viðkomulands á flótta. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins virðist í fljótu bragði ekki hafa þurft að horfa á eftir mörgum málum á vegum flokksins, eins og VG og Sjálfstæðisflokkur hafa þurft að gera.Vísir/Vilhelm Ólíklegt er að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar um breytingar á loftferðalögum nái fram að ganga, sem átti að færa samgönguráðherranum aukið skipulagsvald yfir Reykjavík. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom fjölmiðlafrumvarpi sínu í gegnum þingið, en það var í töluvert annarri mynd en hún hafði lagt upp með. Styrkurinn til fjölmiðla er tímabundinn til fáeinna ára. Hefð er fyrir því að stjórnarandstöðuflokkum sé veitt svigrúm til að leggja fram sín mál á lokadögum þingsins. Píratar eru þar líklegir til að óska eftir því að þeirra útgáfa af afglæpavæðingarfrumvarpinu verði lögð fram aftur, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Ekki hefur komið fram hvað aðrir stjórnarandstöðuflokkar fara fram á.
Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. 9. júní 2021 10:10