Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 21:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar. Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37