Alþingi hefur komist að samkomulagi um þinglok Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 11. júní 2021 21:18 Steingrímur J. Sigfússon mun stýra sínum síðasta þingfundi á morgun. Þingheimur hefur komist að samkomulagi þess efnis að Alþingi ljúki störfum á morgun. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, telur að Alþingi verði að störfum langt fram á næstu nótt. Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Öll mál sem voru á dagskrá Alþingis í dag verða afgreidd, að tveimur undanskyldum. Lagafrumvarp félags- og barnamálaráðherra um móttöku innflytjenda með vernd verður ekki afgreitt á þessu löggjafarþingi. Þá mun frumvarp heilbrigðisráðherra um beitingu nauðungar gagnvart sjúklingum einnig falla milli skips og bryggju. Oddný G. Harðardóttir segir mörg mál vera eftir en að búið sé að ræða þau vel og þau ættu því að vera fljótafgreidd. Þá tekur hún fram að mörg mál hafi fallið út af borðinu þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið sér saman um mikilvæg málefni. Ekkert verður af málþófi Miðflokksins Á morgun verður frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um miðhálendisþjóðgarð á dagskrá auk ellefu þingmannamála. Miðflokksmenn hafa samið um ræðutíma í umræðunni og verður því ekkert af ætluðu málþófi þeirra. Vænta má að þingheimur fagni því. Ljóst er að þegar hefur verið samþykkt að frumvarpi um miðhálendisþjóðgarð verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og því verður það ekki afgreitt á morgun. Þó er málið ekki alveg dautt eins og Miðflokkurinn og margir þingmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa eflaust vonað því næsta ríkisstjórn verður líklega á einhvern hátt skuldbundin til að halda því áfram, að minnsta kosti ef Vinstri grænir eiga að vera í þeirri stjórn. En Katrín Jakobsdóttir mun væntanlega ráða mestu um hvers konar stjórn verður mynduð að kosningum loknum. Oddný G. Harðardóttir telur að stíft verði fundað á morgun og að þingmenn muni ekki komast í sumarfrí fyrr en undir morgun.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira