Hin 26 ára gamla Jovanovic er hávaxin og mjög öflug á báðum endum vallarins segir í fréttatilkynningu ÍBV.
Jovanovic hefur undanfarin ár leikið með ZORK Jagodina í Serbíu. Varð liðið varð serbneskur meistarar á dögunum.
Á síðustu fjórum árum hefur lið Jovanovic unnið serbneska meistaratitilinn í þrígang, tvisvar hrósað sigri í bikarkeppninni og einu sinni orðið meistari meistaranna.
Jovanovic er í landsliðshópi Serbíu sem leggur stund á æfingar um þessar mundir. Serbneska er með íslenska landsliðinu í riðli undankeppni EM sem hefst í október.
ÍBV endaði í 4. sæti í Olís-deild kvenna í vetur.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.