Ólíkir ráðherrar saman á fundi NATO fyrir hönd Íslands Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2021 22:52 Katrín á fundinum í dag. Guðlaugur Þór situr fyrir aftan hana. stjórnarráðið Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins (NATO) funduðu í höfuðstöðvum þess í Brussel í dag. Tveir ráðherrar Íslands sátu fundinn en þeir hafa nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar. Viðhorf ráðherranna til bandalagsins er mjög ólíkt en Katrín hefur margsinnis gefið það út að hún vilji ekki að Ísland sé meðlimur þess. Guðlaugur Þór er hins vegar einlægur talsmaður þess að Ísland sé í NATO. Katrín með sömu áherslur og síðast Fundurinn virðist hafa verið nokkuð hefðbundinn í dag og breyttust áherslur Katrínar lítið sem ekkert milli ára. Hún lagði þannig áherslu á loftslagsmál og afvopnunarmál í ár rétt eins og á síðasta leiðtogafundi bandalagsins. Tillögur Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra NATO, voru til umfjöllunar á fundinum í dag en þær eiga að miða að því að gera bandalagið betur í stakk búið til að takast á við „öryggisáskoranir og -ógnir“ á næstu árum. Vísir náði ekki tali af Katrínu í kvöld en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu er vísað í orð hennar: „Stoltenberg leggur til breiðari nálgun á öryggismál, áherslu á þær ógnir sem fylgja loftslagsbreytingum og mikilvægi þess að takast á við þær. Sömuleiðis leggur hann ríka áherslu á viðnámsþol ríkjanna og á að standa vörð um alþjóðakerfið. Á fundinum í dag var rík samstaða um þessar áherslur. Í innleggi mínu lagði ég sérstaka áherslu á loftslagsvána og mikilvægi þess að við náum árangri í afvopnunarmálum.“ Í sömu tilkynningu er svo haft eftir Guðlaugi Þór: „Mikil samstaða er um að ríkin þétti raðirnar og mæti þeim öryggisáskorunum sem við stöndum frammi fyrir í sameiningu. Þessi samstaða og eindregin skilaboð frá nýjum stjórnvöldum vestanhafs um stuðning þeirra við Atlantshafstengslin eru að mínu mati mikilvægustu skilaboðin af fundinum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Þessar stuttu yfirlýsingar sem ráðherrarnir tveir láta hafa eftir sér eftir fundinn draga kannski misjafnt viðhorf þeirra til bandalagsins ágætlega fram. Katrín leggur áherslu á tillögur Stoltenbergs um aðgerðir í loftslagsmálum, viðnámsþol ríkjanna og að standa vörð um alþjóðakerfið á meðan Guðlaugi Þór finnst stuðningur Bandaríkjanna og þétt samstaða aðildarríkja um að mæta ógn á öryggi sem þau standa frammi fyrir mikilvægustu skilaboð fundarins. Vilja halda yfirburðum sínum Hernaðaruppbygging Rússa og vaxandi umsvif Kínverja á alþjóðavettvangi virðast eitt helsta áhyggjuefni leiðtoga bandalagsins og voru þessi atriði til umræðu í dag. Í tillögum Stoltenbergs er til dæmis lögð áhersla á að tæknilegu forskoti aðildarríkjanna sé viðhaldið. Leiðtogarnir sem sóttu fundinn. Katrín og Guðlaugur standa lengst til hægri á myndinni fyrir aftan Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.stjórnarráðið Biden boðar nýja tíma Fundurinn í dag var sá fyrsti sem Joe Biden Bandaríkjaforseti tekur þátt í eftir að hann tók við embætti. Svo virðist sem sú togstreita sem einkenndi samskipti Bandaríkjanna við bandalagið í stjórnartíð Donald Trump heyri sögunni til en hann krafðist þess að aðildarríkin ykju framlög sín til her- og varnarmála. Þessa viðhorfsbreytingu Bandaríkjamanna telur Guðlaugur Þór að standi upp úr eftir fundinn. Katrín átti svo einnig tvíhliða fundi með Janez Jansa, forsætisráðherra Slóveníu, Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands og með Ursulu von den Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Guðlaugur fundaði þá með Sigrid Kaag, utanríkisráðherra Hollands. NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Hernaður Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Viðhorf ráðherranna til bandalagsins er mjög ólíkt en Katrín hefur margsinnis gefið það út að hún vilji ekki að Ísland sé meðlimur þess. Guðlaugur Þór er hins vegar einlægur talsmaður þess að Ísland sé í NATO. Katrín með sömu áherslur og síðast Fundurinn virðist hafa verið nokkuð hefðbundinn í dag og breyttust áherslur Katrínar lítið sem ekkert milli ára. Hún lagði þannig áherslu á loftslagsmál og afvopnunarmál í ár rétt eins og á síðasta leiðtogafundi bandalagsins. Tillögur Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra NATO, voru til umfjöllunar á fundinum í dag en þær eiga að miða að því að gera bandalagið betur í stakk búið til að takast á við „öryggisáskoranir og -ógnir“ á næstu árum. Vísir náði ekki tali af Katrínu í kvöld en í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu er vísað í orð hennar: „Stoltenberg leggur til breiðari nálgun á öryggismál, áherslu á þær ógnir sem fylgja loftslagsbreytingum og mikilvægi þess að takast á við þær. Sömuleiðis leggur hann ríka áherslu á viðnámsþol ríkjanna og á að standa vörð um alþjóðakerfið. Á fundinum í dag var rík samstaða um þessar áherslur. Í innleggi mínu lagði ég sérstaka áherslu á loftslagsvána og mikilvægi þess að við náum árangri í afvopnunarmálum.“ Í sömu tilkynningu er svo haft eftir Guðlaugi Þór: „Mikil samstaða er um að ríkin þétti raðirnar og mæti þeim öryggisáskorunum sem við stöndum frammi fyrir í sameiningu. Þessi samstaða og eindregin skilaboð frá nýjum stjórnvöldum vestanhafs um stuðning þeirra við Atlantshafstengslin eru að mínu mati mikilvægustu skilaboðin af fundinum,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Þessar stuttu yfirlýsingar sem ráðherrarnir tveir láta hafa eftir sér eftir fundinn draga kannski misjafnt viðhorf þeirra til bandalagsins ágætlega fram. Katrín leggur áherslu á tillögur Stoltenbergs um aðgerðir í loftslagsmálum, viðnámsþol ríkjanna og að standa vörð um alþjóðakerfið á meðan Guðlaugi Þór finnst stuðningur Bandaríkjanna og þétt samstaða aðildarríkja um að mæta ógn á öryggi sem þau standa frammi fyrir mikilvægustu skilaboð fundarins. Vilja halda yfirburðum sínum Hernaðaruppbygging Rússa og vaxandi umsvif Kínverja á alþjóðavettvangi virðast eitt helsta áhyggjuefni leiðtoga bandalagsins og voru þessi atriði til umræðu í dag. Í tillögum Stoltenbergs er til dæmis lögð áhersla á að tæknilegu forskoti aðildarríkjanna sé viðhaldið. Leiðtogarnir sem sóttu fundinn. Katrín og Guðlaugur standa lengst til hægri á myndinni fyrir aftan Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.stjórnarráðið Biden boðar nýja tíma Fundurinn í dag var sá fyrsti sem Joe Biden Bandaríkjaforseti tekur þátt í eftir að hann tók við embætti. Svo virðist sem sú togstreita sem einkenndi samskipti Bandaríkjanna við bandalagið í stjórnartíð Donald Trump heyri sögunni til en hann krafðist þess að aðildarríkin ykju framlög sín til her- og varnarmála. Þessa viðhorfsbreytingu Bandaríkjamanna telur Guðlaugur Þór að standi upp úr eftir fundinn. Katrín átti svo einnig tvíhliða fundi með Janez Jansa, forsætisráðherra Slóveníu, Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands og með Ursulu von den Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB. Guðlaugur fundaði þá með Sigrid Kaag, utanríkisráðherra Hollands.
NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Hernaður Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira