Stórstjörnur LA Clippers aftur báðir yfir þrjátíu stigin í sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 07:31 Kawhi Leonard treður hér yfir Derrick Favors, miðherja Utah Jazz, í leiknum í nótt. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers og Atlanta Hawks jöfnuðu bæði metin í sínum einvígum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu. NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Kawhi Leonard og Paul George voru báðir með 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 118-104 sigur á Utah Jazz. Liðin hafa þar með bæði unnið tvo leiki á heimavelli í einvíginu og staðan er 2-2. 31 PTS for Kawhi.31 PTS for PG.@LAClippers make it 2-2.#ThatsGame #NBAPlayoffs Game 5: Wednesday at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/gnUh9dFUYT— NBA (@NBA) June 15, 2021 Clippers liðið setti tóninn strax í fyrsta leikhluta sem liðið vann 30-13 og var komið með 24 stiga forskot í hálfleik, 68-44. Utah menn náðu aðeins að minnka þetta forskot í seinni hálfleiknum en sigur heimamanna var aldrei í hættu. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem stórstjörnur Clippers skora yfir þrjátíu stig og þeir hafa tekið af skarið eftir að liðið lenti 2-0 undir á móti öflugu Utah Jazz liði. Clippers menn lentu líka 2-0 undir á móti Dallas í síðustu umferð en þá jöfnuðu þeir með því að vinna tvo útileiki. KAWHI LEONARD OH MY! #NBAPlayoffs on TNT pic.twitter.com/eTfR1uW1ka— NBA (@NBA) June 15, 2021 Paul George var auk 31 stigs með 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Leonard tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar auk stiganna. Marcus Morris Sr. skoraði síðan 24 stig en hann hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Donovan Mitchell var atkvæðamestur hjá Utah Jazz með 37 stig og 5 stoðsendingar en Joe Ingles skoraði 19 stig. Bojan Bogdanovic var síðan með 18 stig og 5 stoðsendingar. Mitchell er fyrstur síðan Stephen Curry (2019) til að skora yfir 30 stig í sex leikjum í röð í úrslitakeppninni. @TheTraeYoung (25 PTS) dishes out an #NBAPlayoffs career-high 18 AST as the @ATLHawks make it a 2-2 series! #ThatsGame Game 5: Wednesday at 7:30pm/et on TNT pic.twitter.com/6dQH238bsN— NBA (@NBA) June 15, 2021 Trae Young var með 25 stig og 18 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks jafnaði metin á móti Philadelphia 76ers með 103-100 endurkomusigri. 76ers liðið var búið að vinna tvo síðustu leiki liðanna en núna er staðan 2-2 í einvíginu. Young er sá yngsti í sögu NBA til að gefa 18 stoðsendsingar í leik í úrslitakeppninni en hann er að sýna mikla hörku með því að spila í gegnum axlarmeiðsli. Philadelphia þurfa að hafa miklar áhyggjur af stórstjörnu sinni Joel Embiid sem er að glíma við meiðsli. Embiid fór inn í klefa í öðrum leikhluta og klikkaði síðan á öllum tólf skotum sínum í seinni hálfleiknum. Trae Young is the first player to record at least 25 PTS and 18 AST in a playoff game since Tim Hardaway in May of 1991. pic.twitter.com/fl9NLs9s1G— NBA History (@NBAHistory) June 15, 2021 Það hafði líka mikil áhrif á þróun mála í leiknum því 76ers liðið missti niður átján stiga forystu eftir að hafa verið 60-42 yfir í fyrri hálfleiknum. Embiid endaði leikinn með 17 stig og 21 frákast en það var ekki nóg. Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta, John Collins var með 14 stig og 12 fráköst og Clint Capela skoraði 12 stig og tók 13 fráköst. Tobias Harris skoraði 20 stig fyrir Sixers og Seth Curry bætti við 17 stigum en klikkaði á lokaskoti leiksins sem hefði fært hans liði framlengingu.
NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira