Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2021 07:01 Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri á Skotum. Það síðara var einkar glæsilegt. EPA-EFE/Petr Josek Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira