Stórkostleg frammistaða hjá Durant í nótt í lykilleik í einvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 07:31 Kevin Durant var alveg sjóðandi heitur í sigri Brooklyn Nets í nótt. Hann setti á svið eina bestu frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA. AP/Kathy Willens Kevin Durant bauð upp á eina besti frammistöðuna í sögu úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Brooklyn Nets komst í 3-2 á móti Milwaukee Bucks. Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021 NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Durant var með 49 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar í 114-108 sigri Brooklyn Nets á Milwaukee Bucks í fimmta leik liðanna. „Söguleg, söguleg frammistaða,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets, eftir leikinn. KEVIN DURANT'S CLASSIC GAME 5 PERFORMANCE LIFTS THE NETS TO VICTORY! #ThatsGame #NBAPlayoffs49 points17 rebounds10 assists3 steals2 blocks pic.twitter.com/RMEJCAflaF— NBA (@NBA) June 16, 2021 James Harden kom aftur til baka úr meiðslum og spilaði 46 mínútur en Brooklyn liðið var án Kyrie Irving sem meiddist á ökkla í síðasta leik. Harden var með 5 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Þetta var hins vegar kvöldið hans Durant sem var einnig með 3 stolna bolta og 2 varin skot. Hann fór aldrei út af vellinum og hitti úr 16 af 23 skotum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. „Ég veit að margir sjá mig bara sem mikinn skorara en í öllum liðunum sem ég hef spilað með þá hef ég verið beðinn um að gera eiginlega allt frá því að frákasta, spila vörn í það að skora. Ég geri það kannski ekki alltaf en ég get gert allt,“ sagði Kevin Durant eftir leikinn. @unclejeffgreen was on fire in G5 27 PTS | 7-8 3PM | #ThatsGame@BrooklynNets seek ECF berth in G6 on Thursday at 8:30pm/et on ESPN. pic.twitter.com/DIU3cXKr8S— NBA (@NBA) June 16, 2021 Jeff Green var líka frábær með 27 stig og hitti úr 7 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Meiðslin hafa verið honum erfið og hann er að koma til baka úr hásinarslitum og lenti síðan í þessari tognun aftan í læri. Heimurinn er aftur á móti að sjá það á ný hver er besti leikmaðurinn í heimi,“ sagði Jeff Green. Durant skoraði 20 stig í fjórða leikhlutanum og mikilvægasta karfa var líklega þriggja stiga karfa hans fimmtíu sekúndum fyrir leikslok sem kom þegar Nets liðið var bara einu stigi yfir. Brooklyn vann lokaleikhlutann með tólf stigum, 33-21, og þar með leikinn með sex stigum. Allt Bucks liðið skoraði bara einu stigi meira en Durant í leikhlutanum. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið. Við verðum að verjast honum saman sem lið. Við verðum að skila okkar vinnu í vörninni og gera honum erfitt fyrir eins og við reyndum í kvöld. Vonandi klikkar hann á þessum erfiðu skotum,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Khris Middleton skoraði 25 stig og Jrue Holiday var með 19 stig og 8 stoðsendingar. After dropping 49 PTS in the Nets Game 5 win, we look at the TOP 5 scoring performances of @KDTrey5's #NBAPlayoffs career! #ThatsGame5 43 PTS on June 6, 20184 45 PTS on April 24, 20193 46 PTS on May 4, 20192 49 PTS tonight1 50 PTS on April 26, 2019 pic.twitter.com/nNL9sKI6eK— NBA (@NBA) June 16, 2021
NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira