Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 15:43 Héraðsdómur Reykjavíkur Vilhelm/Vísir Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira