Inga Sæland segist glöð auglýsa á Facebook Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 10:48 Inga Sæland segir að sér sé alveg sama hver á Facebook, hún eigi engan fjölmiðil, og gefur lítið fyrir meint tal um að hún sé að mylja undir auðugasta mann heims. vísir/vilhelm/getty Formaður Flokks fólksins, hélt þrumuræðu yfir stuðningsmönnum sínum á 17. júní hátíð flokksins. Inga fór úr einu í annað í ræðu sinni, sagði að það væri fyrir tilstuðlan Flokks fólksins að „fátæktin væri komin á koppinn“; að aðrir flokkar væru komnir með það mál á dagskrá. Þó lítið hafi miðað í að útrýma fátæktinni. Enda Ísland gengsýrt af spillingu og í landinu byggju tvær þjóðir. „Öðru megin sitja á bakkanum sitja þeir sem allt eiga meðan á hinum sitja þeir sem eiga ekki neitt. Og þurfa að þiggja mylsnuna af alsnægtarborðum auðvaldsins. Þeirra sem hafa söðlað um sig eigurnar okkar, alla fjársjóðina okkar, auðlindina okkar og svo aftur við hin.“ Þá vatt Inga kvæði sínu í kross og sneri sér fyrirvaralaust að máli sem Vísir hefur verið með til umfjöllunar að undanförnu sem eru auglýsingar stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Flokkur fólksins hefur varið 1,4 milljónum króna á undanförnum þremur mánuðum í auglýsingar á Facebook. Flokkarnir hafa sótt sér verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði til reksturs, eða tæpa þrjá milljarða á kjörtímabilinu og hluta þess fjár hafa sumir þeirra notað til auglýsingakaupa á samfélagsmiðlum. Það hefur meðal annars formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnt; þetta veiki stöðu íslenskra fjölmiðla og grafi undan þeim. Röfl að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann heims En Inga gefur lítið fyrir slík sjónarmið og gerir engan sérstakan greinarmun á Facebook og íslenskum fjölmiðlum. „Það er ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið að við skulum auglýsa á Facebook. Ég gæti ekki verið glaðari. Og þegar einhver röflar yfir því að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann í heiminum með því að auglýsa á Facebook þá segi ég: Hvað á Flokkur fólksins að gera sem ekki á fjölmiðil? Hvað eigum við að gera til að vekja athygli á okkar baráttu?“ Og Inga sagðist auglýsa á Facebook af mikilli gleði: „Auðvitað ber okkur skylda til þess að velja ódýrustu og skilvirkustu leiðina. Og mér gæti ekki verið meira á sama hver á Facebook! Ef við náum augum og eyrum þeirra sem við viljum tala við í gegnum þann miðil þá gerum við það með mikilli gleði.“ Sakar Ríkissjónvarpið um þöggun Inga hélt áfram að útskýra fyrir sínu fólki hvernig í þessu liggur, út frá hennar bæjardyrum séð: „Þannig að þegar einhver segir að við séum að auglýsa allt of mikið þá segi ég að við séum þögguð af öðrum fjölmiðlum. Við fengum tvö prósent af allri dagskrá þingmanna á Ríkissjónvarpinu og útvarpinu. Hugsið ykkur. Tvö prósent! Ætli 1,8 prósent hafi ekki verið út af dóna-Klausturmálinu. Restin út af málefnum okkar.“ Inga sagði að málin sem Flokkur fólksins væri að vinna að væru málin sem skiptu máli. Og hún notaði tækifærið og sendi Gunnari Smára Egilssyni, helsta talsmanni Sósíalistaflokksins, pillu: „Og þegar koma allskonar lukkuriddarar sem þykjast ætla að gera eitthvað annað, hvort sem þeir kalla sig kommúnista eða hvað eina annað, þá á ekki að hlusta á þá! Því það er ekkert að marka þá. Ekki nokkurn skapaðan hæfilegan hlut.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Alþingi Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Inga fór úr einu í annað í ræðu sinni, sagði að það væri fyrir tilstuðlan Flokks fólksins að „fátæktin væri komin á koppinn“; að aðrir flokkar væru komnir með það mál á dagskrá. Þó lítið hafi miðað í að útrýma fátæktinni. Enda Ísland gengsýrt af spillingu og í landinu byggju tvær þjóðir. „Öðru megin sitja á bakkanum sitja þeir sem allt eiga meðan á hinum sitja þeir sem eiga ekki neitt. Og þurfa að þiggja mylsnuna af alsnægtarborðum auðvaldsins. Þeirra sem hafa söðlað um sig eigurnar okkar, alla fjársjóðina okkar, auðlindina okkar og svo aftur við hin.“ Þá vatt Inga kvæði sínu í kross og sneri sér fyrirvaralaust að máli sem Vísir hefur verið með til umfjöllunar að undanförnu sem eru auglýsingar stjórnmálaflokka á samfélagsmiðlum. Flokkur fólksins hefur varið 1,4 milljónum króna á undanförnum þremur mánuðum í auglýsingar á Facebook. Flokkarnir hafa sótt sér verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði til reksturs, eða tæpa þrjá milljarða á kjörtímabilinu og hluta þess fjár hafa sumir þeirra notað til auglýsingakaupa á samfélagsmiðlum. Það hefur meðal annars formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, gagnrýnt; þetta veiki stöðu íslenskra fjölmiðla og grafi undan þeim. Röfl að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann heims En Inga gefur lítið fyrir slík sjónarmið og gerir engan sérstakan greinarmun á Facebook og íslenskum fjölmiðlum. „Það er ánægjulegt að eftir því skuli vera tekið að við skulum auglýsa á Facebook. Ég gæti ekki verið glaðari. Og þegar einhver röflar yfir því að Inga Sæland sé að mylja undir auðugasta mann í heiminum með því að auglýsa á Facebook þá segi ég: Hvað á Flokkur fólksins að gera sem ekki á fjölmiðil? Hvað eigum við að gera til að vekja athygli á okkar baráttu?“ Og Inga sagðist auglýsa á Facebook af mikilli gleði: „Auðvitað ber okkur skylda til þess að velja ódýrustu og skilvirkustu leiðina. Og mér gæti ekki verið meira á sama hver á Facebook! Ef við náum augum og eyrum þeirra sem við viljum tala við í gegnum þann miðil þá gerum við það með mikilli gleði.“ Sakar Ríkissjónvarpið um þöggun Inga hélt áfram að útskýra fyrir sínu fólki hvernig í þessu liggur, út frá hennar bæjardyrum séð: „Þannig að þegar einhver segir að við séum að auglýsa allt of mikið þá segi ég að við séum þögguð af öðrum fjölmiðlum. Við fengum tvö prósent af allri dagskrá þingmanna á Ríkissjónvarpinu og útvarpinu. Hugsið ykkur. Tvö prósent! Ætli 1,8 prósent hafi ekki verið út af dóna-Klausturmálinu. Restin út af málefnum okkar.“ Inga sagði að málin sem Flokkur fólksins væri að vinna að væru málin sem skiptu máli. Og hún notaði tækifærið og sendi Gunnari Smára Egilssyni, helsta talsmanni Sósíalistaflokksins, pillu: „Og þegar koma allskonar lukkuriddarar sem þykjast ætla að gera eitthvað annað, hvort sem þeir kalla sig kommúnista eða hvað eina annað, þá á ekki að hlusta á þá! Því það er ekkert að marka þá. Ekki nokkurn skapaðan hæfilegan hlut.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Alþingi Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira