Hrauninu verður leyft að flæða yfir Suðurstrandarveg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:31 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Ekki verður reynt að koma í veg fyrir að hraun úr Geldingadölum flæði yfir Suðurstrandarveg, en þess í stað verður hugað að því að verja Grindavíkurbæ og nærliggjandi vegi. Búist er við að hraunið muni skríða yfir veginn á næstu vikum. Hafist var handa í vikunni við að reisa fjögurra metra háan leiðigarð syðst í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika. Almannavarnir funduðu um stöðu mála, þar sem til skoðunar var að setja upp frekari varnarvirki. Fallið var frá þeim fyrirætlunum, segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. „Eftir þá skoðun var ákveðið að aðhafast ekkert,” segir hann. Hraunið mun þar af leiðandi flæða yfir Suðurstrandarveg, sem talið er að muni gerast á næstu einni til þremur vikum. „Við vitum ekki 100 prósent hvaða áhrif þetta hefur á ljósleiðarann sem er þarna á svæðinu. Það er búið að færa hann aðeins til og setja hann dýpra, en hvort það dugi til á eftir að koma í ljós.” Fleiri innviðir eru undir, til dæmis Ísólfsskáli, en talið er nær fullvíst að hann fari einni gundir hraun. „Við erum að horfa fram á að þessi atburður geti staðið í einhver ár og jafnvel áratugi og þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna. Hingað til höfum við verið að draga línu í sandinn og svo er farið í þá línu og þá er dregin ný lína, en núna erum við bara að skoða þetta í stærra samhengi og hvaða mannvirki og innviðir á svæðinu skipta stærra máli og einbeita okkur að þeim í staðinn.” Rögnvaldur segir að horft verði á Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut og Svartsengi. „Þetta eru töluvert stórir hagsmunir sem við erum að horfa á.” Þá tekur hann fram að hraunið sé nú meira þunnfljótandi en í upphafi og ferðist þar af leiðandi hraðar. „Við erum að undirbúa okkur undir það versta í sjálfu sér. Það er ólíklegt að hraunið fari svona langt, en það er hægt og getur það fræðilega og vísindalega séð. Þannig að við verðum að undirbúa okkur undir þann möguleika.” Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Hafist var handa í vikunni við að reisa fjögurra metra háan leiðigarð syðst í Geldingadölum til að koma í veg fyrir að hraun renni niður í Nátthagakrika. Almannavarnir funduðu um stöðu mála, þar sem til skoðunar var að setja upp frekari varnarvirki. Fallið var frá þeim fyrirætlunum, segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. „Eftir þá skoðun var ákveðið að aðhafast ekkert,” segir hann. Hraunið mun þar af leiðandi flæða yfir Suðurstrandarveg, sem talið er að muni gerast á næstu einni til þremur vikum. „Við vitum ekki 100 prósent hvaða áhrif þetta hefur á ljósleiðarann sem er þarna á svæðinu. Það er búið að færa hann aðeins til og setja hann dýpra, en hvort það dugi til á eftir að koma í ljós.” Fleiri innviðir eru undir, til dæmis Ísólfsskáli, en talið er nær fullvíst að hann fari einni gundir hraun. „Við erum að horfa fram á að þessi atburður geti staðið í einhver ár og jafnvel áratugi og þá þurfum við bara að endurmeta stöðuna. Hingað til höfum við verið að draga línu í sandinn og svo er farið í þá línu og þá er dregin ný lína, en núna erum við bara að skoða þetta í stærra samhengi og hvaða mannvirki og innviðir á svæðinu skipta stærra máli og einbeita okkur að þeim í staðinn.” Rögnvaldur segir að horft verði á Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg, Reykjanesbraut og Svartsengi. „Þetta eru töluvert stórir hagsmunir sem við erum að horfa á.” Þá tekur hann fram að hraunið sé nú meira þunnfljótandi en í upphafi og ferðist þar af leiðandi hraðar. „Við erum að undirbúa okkur undir það versta í sjálfu sér. Það er ólíklegt að hraunið fari svona langt, en það er hægt og getur það fræðilega og vísindalega séð. Þannig að við verðum að undirbúa okkur undir þann möguleika.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira