Konur og nýja stjórnarskráin Greta Ósk Óskarsdóttir og Ósk Elfarsdóttir skrifa 19. júní 2021 08:01 Sjaldan er fjallað um þá staðreynd að í sögulegu samhengi hafa konur verið útilokaðar frá stjórnarskrárgerð. Þessi staðreynd á við um allan heim en í henni felst brot á pólitískum réttindum kvenna þar sem stjórnarskrárgerð er innsti kjarni í lýðræðisins og telst til lýðræðislegrar réttinda. Hlutverk þeirra sem koma að stjórnarskrársmíðinni er að fanga sameiginlega hugsjón fólksins um hvernig farið er með valdið og hver æðstu lögin skulu vera. Þetta hefur hins vegar alfarið verið hlutverk karla þar til fyrir 40 árum síðan. Til dæmis er gildandi stjórnarskrá Íslands skrifuð í grunninn af dönskum körlum. Enda var lýðveldisstjórnarskráin sem tók gildi 1944 við sjálfstæði Íslands að miklu leyti þýðing á þeirri dönsku. Útkoman verður óhjákvæmilega stjórnarskrá sem er lituð af karlægum viðhorfum sem síðan öll önnur kerfi samfélagsins verða að grundvallast á. Stjórnarskrár eru nefnilega grundvallarlög landsins sem öll önnur lög þurfa að byggjast á og samrýmast – það er þess vegna svo innilega galið að sá helmingur mannkyns sem er að öllu jafna með leg hafi verið markvisst útilokaður frá þátttöku í stjórnarskrárgerð í heiminum. Sem betur fer á sér nú stað umrót á sviðinu, meðal annars urðu íslenskar konur þátttakendur í í gerð nýju stjórnarskrárinnar. Hún var gerð í lýðræðislegasta stjórnarskrárgerðarferli sem vitað er um í sögunni. Hlutfall kvenna í stjórnlagaráðinu náði 40% og vann ráðið úr niðurstöðum þjóðfundar þar sem kynjahlutfall var jafnt. Niðurstaðan var endurbætt stjórnarskrá sem endurspeglar betur hvernig íslensk stjórnskipun er í raun. Í henni eru aðfaraorð um að efla öryggi og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki þar sem jafnrétti, lýðræði og mannréttindi eru hornsteinar og að ólíkur uppruni okkar auðgi heildina. Að stjórnvöld skuli vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Að við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni. Nýja stjórnarskráin geymir síðan sterkasta náttúruverndarákvæði sem fyrirfinnst í stjórnarskrám heims. Þar er að finna auðlindaákvæði sem kveður á um að náttúruauðlindir landsins séu í raunverulegri þjóðareigu. Þar segir að heimild til nýtingar auðlinda þjóðarinnar verði alltaf veittar til takmarkaðs og hóflegs tíma og gegn fullri gjaldtöku sem renni í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Ákvæði um réttindi og vernd barna í nýju stjórnarskránni er bæði skýrara og ítarlegra en í gildandi stjórnarskrá. Þar er líka sérstaklega tekið fram að réttlát málsmeðferð flóttafólks skuli tryggð með lögum. Jafnframt segir að öllum skulu tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi. Með innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar er einnig tekið skref í áttina að meiri valddreifingu með aukinni aðkomu almennings að löggjafarvaldinu. Hvort að þessar áherslur séu bein afleiðing þátttöka kvenna í stjórnarskrárgerðinni er auðvitað ekki hægt að fullyrða. En eitt er á hreinu, við konur á Íslandi ætlum ekki að búa við grunnlög danskra karla öllu lengur. Við eigum nýja stjórnarskrá sem allir Íslendingar áttu kost á að taka þátt í að búa til og segja skoðun sína á. Við þolum ekki lengur að raddir okkar heyrist ekki í samfélagsáttmála þjóðarinnar. Við verðum ekki hunsaðar lengur. Í tilefni kvennréttindagsins, munu Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá heiðra nýju stjórnarskrána víða um landið. Hér er hlekkur á viðburðinn. Á þessum degi í fyrra hrintu Samtökin af stað undirskriftasöfnun til að borgarar landsins gætu formlega krafist þess að nýja stjórnarskráin yrði lögfest, í samræmi við lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012. Þegar forsætisráðherra voru svo afhentar 42.432 staðfestar undirskriftir nokkrum mánuðum seinna, henti móðir jörð í eitt stykki jarðskjálfta til að fagna deginum – enda hefur jafnmörgum staðfestum undirskriftum ekki verið safnað fyrr á Íslandi. Nú er kjörtímabilinu að ljúka án þess að stjórnarskrármálið sé yfirhöfuð rætt sem sýnir enn og aftur getuleysi Alþingis að uppfæra stjórnarskrá landsins. Nú hvetjum við ykkur konur að taka þátt í fögnuðinum með okkur. Dagskráin í Reykjavík byrjar í Mæðragarðinum kl 12:30 og síðan fylkja konur liði með lúðrasveit á Austurvöll. Veitingahúsinu Heimabyggð á Ísafirði verður breytt í stjórnarkrá sem verður opin allan daginn og fram á kvöld. Á Akureyri verður samstöðufundur í Lystigarðinum kl 13:30. Til hamingju með daginn kæru konur – Baráttan heldur áfram! Höfundar eru forman og varaforman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sjaldan er fjallað um þá staðreynd að í sögulegu samhengi hafa konur verið útilokaðar frá stjórnarskrárgerð. Þessi staðreynd á við um allan heim en í henni felst brot á pólitískum réttindum kvenna þar sem stjórnarskrárgerð er innsti kjarni í lýðræðisins og telst til lýðræðislegrar réttinda. Hlutverk þeirra sem koma að stjórnarskrársmíðinni er að fanga sameiginlega hugsjón fólksins um hvernig farið er með valdið og hver æðstu lögin skulu vera. Þetta hefur hins vegar alfarið verið hlutverk karla þar til fyrir 40 árum síðan. Til dæmis er gildandi stjórnarskrá Íslands skrifuð í grunninn af dönskum körlum. Enda var lýðveldisstjórnarskráin sem tók gildi 1944 við sjálfstæði Íslands að miklu leyti þýðing á þeirri dönsku. Útkoman verður óhjákvæmilega stjórnarskrá sem er lituð af karlægum viðhorfum sem síðan öll önnur kerfi samfélagsins verða að grundvallast á. Stjórnarskrár eru nefnilega grundvallarlög landsins sem öll önnur lög þurfa að byggjast á og samrýmast – það er þess vegna svo innilega galið að sá helmingur mannkyns sem er að öllu jafna með leg hafi verið markvisst útilokaður frá þátttöku í stjórnarskrárgerð í heiminum. Sem betur fer á sér nú stað umrót á sviðinu, meðal annars urðu íslenskar konur þátttakendur í í gerð nýju stjórnarskrárinnar. Hún var gerð í lýðræðislegasta stjórnarskrárgerðarferli sem vitað er um í sögunni. Hlutfall kvenna í stjórnlagaráðinu náði 40% og vann ráðið úr niðurstöðum þjóðfundar þar sem kynjahlutfall var jafnt. Niðurstaðan var endurbætt stjórnarskrá sem endurspeglar betur hvernig íslensk stjórnskipun er í raun. Í henni eru aðfaraorð um að efla öryggi og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki þar sem jafnrétti, lýðræði og mannréttindi eru hornsteinar og að ólíkur uppruni okkar auðgi heildina. Að stjórnvöld skuli vinna að velferð íbúa landsins, efla menningu og virða margbreytileika mannlífs, lands og lífríkis. Að við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni. Nýja stjórnarskráin geymir síðan sterkasta náttúruverndarákvæði sem fyrirfinnst í stjórnarskrám heims. Þar er að finna auðlindaákvæði sem kveður á um að náttúruauðlindir landsins séu í raunverulegri þjóðareigu. Þar segir að heimild til nýtingar auðlinda þjóðarinnar verði alltaf veittar til takmarkaðs og hóflegs tíma og gegn fullri gjaldtöku sem renni í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Ákvæði um réttindi og vernd barna í nýju stjórnarskránni er bæði skýrara og ítarlegra en í gildandi stjórnarskrá. Þar er líka sérstaklega tekið fram að réttlát málsmeðferð flóttafólks skuli tryggð með lögum. Jafnframt segir að öllum skulu tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, þar á meðal kynferðisofbeldi. Með innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar er einnig tekið skref í áttina að meiri valddreifingu með aukinni aðkomu almennings að löggjafarvaldinu. Hvort að þessar áherslur séu bein afleiðing þátttöka kvenna í stjórnarskrárgerðinni er auðvitað ekki hægt að fullyrða. En eitt er á hreinu, við konur á Íslandi ætlum ekki að búa við grunnlög danskra karla öllu lengur. Við eigum nýja stjórnarskrá sem allir Íslendingar áttu kost á að taka þátt í að búa til og segja skoðun sína á. Við þolum ekki lengur að raddir okkar heyrist ekki í samfélagsáttmála þjóðarinnar. Við verðum ekki hunsaðar lengur. Í tilefni kvennréttindagsins, munu Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá heiðra nýju stjórnarskrána víða um landið. Hér er hlekkur á viðburðinn. Á þessum degi í fyrra hrintu Samtökin af stað undirskriftasöfnun til að borgarar landsins gætu formlega krafist þess að nýja stjórnarskráin yrði lögfest, í samræmi við lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2012. Þegar forsætisráðherra voru svo afhentar 42.432 staðfestar undirskriftir nokkrum mánuðum seinna, henti móðir jörð í eitt stykki jarðskjálfta til að fagna deginum – enda hefur jafnmörgum staðfestum undirskriftum ekki verið safnað fyrr á Íslandi. Nú er kjörtímabilinu að ljúka án þess að stjórnarskrármálið sé yfirhöfuð rætt sem sýnir enn og aftur getuleysi Alþingis að uppfæra stjórnarskrá landsins. Nú hvetjum við ykkur konur að taka þátt í fögnuðinum með okkur. Dagskráin í Reykjavík byrjar í Mæðragarðinum kl 12:30 og síðan fylkja konur liði með lúðrasveit á Austurvöll. Veitingahúsinu Heimabyggð á Ísafirði verður breytt í stjórnarkrá sem verður opin allan daginn og fram á kvöld. Á Akureyri verður samstöðufundur í Lystigarðinum kl 13:30. Til hamingju með daginn kæru konur – Baráttan heldur áfram! Höfundar eru forman og varaforman Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun