Stóra táin á Durant réði úrslitum - Milwaukee áfram eftir oddaleik Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 09:30 Durant og Antetokounmpo í baráttunni í leik næturinnar. Getty Images/ Elsa Milwaukee Bucks unnu frækinn 115-111 útisigur á Brooklyn Nets í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Spennan í leiknum var gríðarleg. Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Liðin mættust í New Jersey í gærkvöld í jöfnum leik. Brooklyn-liðið, leitt af Kevin Durant, var með yfirhöndina framan af og leiddi með sex stiga mun í hálfleik, 53-47. Eftir þriðja leikhlutann var staðan orðin 82-81 fyrir Milwaukee og liðin skiptust á forystunni í lokaleikhlutanum. Alls skiptust þau 20 sinnum á forystunni í leiknum en það var lið Milwaukee sem leiddi 109-107 þegar örfáar sekúndur voru eftir. Það féll í hendur Kevins Durant að reyna við sigurskotið fyrir Brooklyn í lokin sem fór niður við mikil fagnaðarlæti þegar ein sekúnda var á klukkunni. KD FORCES OVERTIME IN GAME 7! Don't miss OT in this WIN or GO HOME GAME 7 on TNT. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/ntJWam9snL— NBA (@NBA) June 20, 2021 Durant hafði hins vegar rekið stóru tánna á þriggja stiga línuna og fékk því aðeins tvö stig í stað þriggja. Hann jafnaði leikinn 109-109 og framlengja þurfti. Þetta var fyrsti framlengdi oddaleikurinn í NBA í 15 ár, og sýnilegt stress var í liðunum. Einungis átta stig voru skoruð í framlengingunni þar sem Bucks höfðu betur með sex stig gegn tveimur stigum Nets, lokastaðan því 115-111 fyrir Milwaukee Bucks sem eru komnir í úrslit Austurdeildarinnar. A FANTASTIC GAME 7 FINISH... relive the best plays down the stretch as the @Bucks outlasted Brooklyn in an OT thriller! #ThatsGame Milwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/TLSjhqGV5v— NBA (@NBA) June 20, 2021 Hélt hann hefði klárað dæmið „Stóri bevítans fóturinn minn [my big ass foot] steig á línuna,“ sagði Durant eftir leik. „Ég sá hversu nálægt ég var að loka tímabilinu með þessu skoti,“ bætti hann við. Durant átti frábæran leik og skoraði 48 stig fyrir Nets. „Við vorum heppnir að táin hans var á línunni og þeir kölluðu þetta tvist,“ sagði Khris Middleton, sem skoraði lokakörfu Bucks í framlengingunni. „En eftir að hann hittir úr þessu skoti, gleymdu því, það var enn leikur sem þurfti að spila. Leikurinn var ekki búinn þarna.“ Khris Middleton came up HUGE in the @Bucks Game 7 win, knocking down the late go-ahead jumper in OT! #ThatsGame 23 PTS 10 REB 6 AST 5 STLMilwaukee advances to the #NBAECF presented by AT&T... they will play the winner of ATL/PHI. #NBAPlayoffs pic.twitter.com/jtxsFvPMUy— NBA (@NBA) June 20, 2021 Annar oddaleikur í kvöld Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig fyrir Milwaukee í gær auk þess að taka 13 fráköst. Middleton, félagi hans, skoraði 23 stig og tók tíu fráköst fyrir liðið. Durant fór fyrir Brooklyn með 48 stig en James Harden var með 22 stig en skoraði aðeins úr fimm af 17 tilraunum sínum í leiknum, tíu stiga hans komu af vítalínunni. Milwaukee Bucks munu eftir sigurinn leika til úrslita í Austurdeildinni þar sem liðið mætir annað hvort Philadelphia 76ers eða Atlanta Hawks. Þau leika oddaleik í kvöld, á miðnætti, og verður sá leikur sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira