Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:50 Guðjón og Dagur B. Eggertsson í morgun. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við 100 gráðu hita. Vélin ræður hins vegar illa við niktótíntyggjó. Vísir/Reykjavíkurborg Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira