Glærir ruslapokar í Sorpu ódýrari fyrir samfélagið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 14:31 Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu. Sorpa Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið. Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar. Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar.
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent