Segir Eyjamenn hafa hótað að opna ekki kosningamiðstöð ef Páll yrði í heiðurssæti Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 07:01 Gunnar Egilsson (hægri) lagði fram tillögu um að Páll yrði settur í heiðurssæti listans. vísir/vilhelm/Árborg Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, segir Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa hótað að opna ekki kosningaskrifstofu í Eyjum fyrir komandi þingkosningar og draga sig úr kosningabaráttu fyrir flokkinn ef Páll Magnússon, núverandi oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, yrði í heiðurssæti. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, segir þetta alrangt hjá Gunnari. Eins og Vísir greindi frá um helgina var tillaga um að Páll Magnússon tæki heiðurssæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar felld með miklum meirihluta á kjördæmisráði flokksins fyrir rúmir viku. Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, sem situr í kjördæmisráðinu, lagði tillöguna fram en hann er afar ósáttur með framgöngu ýmissa á fundinum, meðal annars formanns kjörnefndarinnar, Halldóru Bergljótar Jónsdóttur. Fannst listinn sterkari með Páli Efstu sex sætin á listanum eru ákveðin í prófkjöri en 21 manna kjörnefnd raðar síðan neðri sætunum upp og leggur tillögu sína að lista fyrir kjördæmisráð sem verður að samþykkja listann. Í kjördæmisráðinu eru 108 meðlimir. Kjörnefndin stillti Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni flokksins fyrir Reykvíkinga, upp í síðasta sætið, heiðurssætið. Margir furðuðu sig á því að Páll, sem er fráfarandi oddviti flokksins í kjördæminu fengi ekki sætið. Björn Bjarnason sat lengi á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmin.vísir/vilhelm Á fundi kjördæmisráðs þar sem listinn var samþykktur lagði Gunnar Egilsson fram breytingartillögu þar sem hann vildi skipta Birni út af listanum fyrir Pál. „Ég hef alls ekkert á móti Birni Bjarnasyni, svo það sé á hreinu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Ég lagði bara fram þessa tillögu með okkar fráfarandi oddvita í heiðurssætið því ég taldi að listinn væri sterkari þannig.“ Segir framkomuna með ólíkindum Hann hefur ekkert út á það að setja að ráðið hafi hafnað tillögu hans – það sé lýðræðisleg niðurstaða sem hann sættir sig við. En það var framganga Eyjamanna og formanns kjörnefndarinnar, Halldóru Bergljótar, á fundinum sem Gunnari þykir óeðlileg. Halldóra lagði fram frávísunartillögu á breytingartillögu hans, sem var felld á jöfnum atkvæðum. „Það er með ólíkindum að formaður kjörnefndar leggi fram frávísunartillögu á tillöguna mína. Mér finnst það ekki hennar hlutverk að skipta sér af því. Ég lít svo á að það sé hlutverk kjörnefndarinnar að stilla upp listanum og leggja hann fram fyrir kjördæmisráðið og þar sé hlutverki hennar lokið. Formaður hennar á ekki að reyna að koma í veg fyrir breytingar sem kjördæmisráðið gæti viljað á listanum,“ segir Gunnar. Aðspurð segist Halldóra Bergljót ekki vilja bregðast við þessari gagnrýni Gunnars. Spurð hvers vegna hún hafi lagt fram frávísunartillögu á breytingartillögu hans vill hún heldur ekki svara því. Eftir að frávísunartillagan var felld var kosið um breytingartillögu Gunnars. Hún var þá felld með miklum meirihluta. Eyjamenn neita ásökunum Gunnars Gunnar segir fulltrúa flokksins frá Vestmannaeyjum á fundinum hafa mælt eindregið gegn tillögunni og hreinlega hótað að taka ekki þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar í haust ef hún yrði samþykkt. „Þeir fóru bara hreinlega fram með hótanir þarna. Hótuðu að opna ekki kosningaskrifstofu í Eyjum og vildu engan þátt taka ef Páll yrði í heiðurssætinu,“ segir Gunnar. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestamnnaeyjum, segir fullyrðingar Gunnars rangar. Hún tjáði sig um breytingartillöguna á fundinum: „Mig minnir að það sem ég hafi sagt hafi bara verið að þessi tillaga hafi komið mér á óvart. Að kjörnefndin hafi komist að þessari niðurstöðu um lista og mér þætti óþarfi að vera að rengja störf kjörnefndar.“ Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.vísir/baldur Þannig þið hótuðuð því ekki að opna ekki kosningaskrifstofu í Eyjum fyrir þingkosningarnar ef Páll yrði á listanum? „Nei, ég held að það verði svolítið erfitt fyrir hann [Gunnar] að finna aðila sem væru tilbúnir að segja að ég eða einhver úr Vestmannaeyjum höfum hótað því. Vestmanneyingar höfðu aldrei neitt slíkt í hyggju og kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu alltaf tryggt það besta fyrir flokkinn fyrir komandi kosningar.“ Hún segir það þá mikil vonbrigði að Gunnar hafi lagt fram breytingartillöguna annars vegar og hins vegar að hann haldi þessu fram um Eyjamenn. „Fyrir mig persónulega þá finnst mér bara leitt að þessi tillaga hafi verið borin fram. Ég bara skil eiginlega ekki alveg á hvaða vegferð hann er.“ Páll Magnússon vildi ekkert tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum: „Ég vil ekki vera að tjá mig um eitthvað sem fór fram á fundi sem ég var ekki viðstaddur,“ segir hann. Aðspurður segist hann þó ekki hafa sóst eftir heiðurssætinu og telur frekar ólíklegt að hann hefði þegið boð um slíkt. Ósættið hófst þegar flokkurinn klofnaði Páll gaf upprunalega kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Sjá einnig: Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum. Ljóst er að Páll er óvinsæll meðal stórs hóps í Suðurkjördæmi og má rekja þær óvinsældir til þess þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, árið 2018. Þá gaf Páll það út að hann myndi ekki taka afstöðu til kosninganna þar og þannig studdi hann ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningarnar. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Árborg Suðurkjördæmi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, segir þetta alrangt hjá Gunnari. Eins og Vísir greindi frá um helgina var tillaga um að Páll Magnússon tæki heiðurssæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar felld með miklum meirihluta á kjördæmisráði flokksins fyrir rúmir viku. Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, sem situr í kjördæmisráðinu, lagði tillöguna fram en hann er afar ósáttur með framgöngu ýmissa á fundinum, meðal annars formanns kjörnefndarinnar, Halldóru Bergljótar Jónsdóttur. Fannst listinn sterkari með Páli Efstu sex sætin á listanum eru ákveðin í prófkjöri en 21 manna kjörnefnd raðar síðan neðri sætunum upp og leggur tillögu sína að lista fyrir kjördæmisráð sem verður að samþykkja listann. Í kjördæmisráðinu eru 108 meðlimir. Kjörnefndin stillti Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra og þingmanni flokksins fyrir Reykvíkinga, upp í síðasta sætið, heiðurssætið. Margir furðuðu sig á því að Páll, sem er fráfarandi oddviti flokksins í kjördæminu fengi ekki sætið. Björn Bjarnason sat lengi á þingi fyrir Reykjavíkurkjördæmin.vísir/vilhelm Á fundi kjördæmisráðs þar sem listinn var samþykktur lagði Gunnar Egilsson fram breytingartillögu þar sem hann vildi skipta Birni út af listanum fyrir Pál. „Ég hef alls ekkert á móti Birni Bjarnasyni, svo það sé á hreinu,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. „Ég lagði bara fram þessa tillögu með okkar fráfarandi oddvita í heiðurssætið því ég taldi að listinn væri sterkari þannig.“ Segir framkomuna með ólíkindum Hann hefur ekkert út á það að setja að ráðið hafi hafnað tillögu hans – það sé lýðræðisleg niðurstaða sem hann sættir sig við. En það var framganga Eyjamanna og formanns kjörnefndarinnar, Halldóru Bergljótar, á fundinum sem Gunnari þykir óeðlileg. Halldóra lagði fram frávísunartillögu á breytingartillögu hans, sem var felld á jöfnum atkvæðum. „Það er með ólíkindum að formaður kjörnefndar leggi fram frávísunartillögu á tillöguna mína. Mér finnst það ekki hennar hlutverk að skipta sér af því. Ég lít svo á að það sé hlutverk kjörnefndarinnar að stilla upp listanum og leggja hann fram fyrir kjördæmisráðið og þar sé hlutverki hennar lokið. Formaður hennar á ekki að reyna að koma í veg fyrir breytingar sem kjördæmisráðið gæti viljað á listanum,“ segir Gunnar. Aðspurð segist Halldóra Bergljót ekki vilja bregðast við þessari gagnrýni Gunnars. Spurð hvers vegna hún hafi lagt fram frávísunartillögu á breytingartillögu hans vill hún heldur ekki svara því. Eftir að frávísunartillagan var felld var kosið um breytingartillögu Gunnars. Hún var þá felld með miklum meirihluta. Eyjamenn neita ásökunum Gunnars Gunnar segir fulltrúa flokksins frá Vestmannaeyjum á fundinum hafa mælt eindregið gegn tillögunni og hreinlega hótað að taka ekki þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins fyrir þingkosningarnar í haust ef hún yrði samþykkt. „Þeir fóru bara hreinlega fram með hótanir þarna. Hótuðu að opna ekki kosningaskrifstofu í Eyjum og vildu engan þátt taka ef Páll yrði í heiðurssætinu,“ segir Gunnar. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestamnnaeyjum, segir fullyrðingar Gunnars rangar. Hún tjáði sig um breytingartillöguna á fundinum: „Mig minnir að það sem ég hafi sagt hafi bara verið að þessi tillaga hafi komið mér á óvart. Að kjörnefndin hafi komist að þessari niðurstöðu um lista og mér þætti óþarfi að vera að rengja störf kjörnefndar.“ Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.vísir/baldur Þannig þið hótuðuð því ekki að opna ekki kosningaskrifstofu í Eyjum fyrir þingkosningarnar ef Páll yrði á listanum? „Nei, ég held að það verði svolítið erfitt fyrir hann [Gunnar] að finna aðila sem væru tilbúnir að segja að ég eða einhver úr Vestmannaeyjum höfum hótað því. Vestmanneyingar höfðu aldrei neitt slíkt í hyggju og kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu alltaf tryggt það besta fyrir flokkinn fyrir komandi kosningar.“ Hún segir það þá mikil vonbrigði að Gunnar hafi lagt fram breytingartillöguna annars vegar og hins vegar að hann haldi þessu fram um Eyjamenn. „Fyrir mig persónulega þá finnst mér bara leitt að þessi tillaga hafi verið borin fram. Ég bara skil eiginlega ekki alveg á hvaða vegferð hann er.“ Páll Magnússon vildi ekkert tjá sig um málið þegar Vísir náði tali af honum: „Ég vil ekki vera að tjá mig um eitthvað sem fór fram á fundi sem ég var ekki viðstaddur,“ segir hann. Aðspurður segist hann þó ekki hafa sóst eftir heiðurssætinu og telur frekar ólíklegt að hann hefði þegið boð um slíkt. Ósættið hófst þegar flokkurinn klofnaði Páll gaf upprunalega kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í vor áður en hann dró framboð sitt nokkuð óvænt til baka. Þá þvertók hann fyrir að það hefði nokkuð með ytri aðstæður í pólitíkinni að gera. Sjá einnig: Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar. Sjá einnig: Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum. Ljóst er að Páll er óvinsæll meðal stórs hóps í Suðurkjördæmi og má rekja þær óvinsældir til þess þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum klofnaði fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, árið 2018. Þá gaf Páll það út að hann myndi ekki taka afstöðu til kosninganna þar og þannig studdi hann ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningarnar. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráð flokksins í Eyjum yfir vantrausti á Pál.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Vestmannaeyjar Árborg Suðurkjördæmi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira