Notuðu nafn Rauða krossins án samþykkis fyrir áróður gegn grasi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. júní 2021 20:24 Rauði krossinn á Íslandi segir að Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna hafi notað nafn samtakanna án samþykkis í auglýsingu sem félagið birti í Morgunblaðinu síðasta fimmtudag. Í auglýsingunni er varað við neyslu kannabis og efnið sagt geta valdið „ótímabærum dauða“. Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina. Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Auglýsingin er heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu. Skilaboðin sjálf taka aðeins lítinn hluta hennar en mestan hluta síðnanna taka svo lógó og langur listi yfir fyrirtæki og samtök sem eru sögð styðja boðskapinn. Þar má finna nafn Rauða krossins sem kannast ekkert við að hafa gefið fíkniefnalögreglunni leyfi fyrir þessu. Enda eru skilaboð auglýsingarinnar í hrópandi ósamræmi við þann boðskap sem Rauði krossinn hefur hingað til verið að boða um skaðaminnkun, með verkefninu Frú Ragnheiði og stuðningi við ýmis frumvörp á þingi um bæði neyslurými og afglæpavæðingu fíkniefna. Nýlega birti félag fíkniefnalögreglumanna auglýsingu í @morgunblad. Þar kom nafn Rauða krossins fram án okkar samþykkis. Það þykir okkur mjög miður enda skilaboð auglýsingarinnar alls ekki í anda áherslu Rauða krossins á skaðaminnkandi og mannúðlega nálgun.— Rauði krossinn - Icelandic Red Cross (@raudikrossinn) June 21, 2021 „Okkur finnst vera þarna þessi hræðsluáróðurstónn sem við styðjum ekki,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í samtali við Vísi. Höfðu hafnað boði um þátttöku „Ég sá þessa auglýsingu bara þegar það fór af stað einhver umræða um hana og þá rákum við augun í að okkar nafn væri þarna. Við höfum fengið beiðni eins og mörg fyrirtæki og samtök um að styrkja þessa auglýsingu sem við höfum alltaf hafnað,“ segir hann. Rauði krossinn hefur haft samband við Félag íslenskra fíkniefnalögreglumanna og fengið staðfestingu á því að nafn samtakanna hafi verið á auglýsingunni fyrir slysni. Gunnlaugur segir mikilvægt að árétta að Rauði krossinn styðji ekki skilaboðin eða framsetninguna sem fíkniefnalögreglan gefur út með auglýsingunni: Hér má sjá heilsíðuauglýsinguna. skjáskot/morgunblaðið „KANNABISNEYSLA … byrjar oft á saklausu fikti. Endar oft í uppgjöf, geðrænum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauða“ segir á fyrri síðu auglýsingarinnar. „Við viljum koma í veg fyrir það. Kannabis er LÍKA HÆTTULEGT fíkniefni,“ segir svo á þeirri seinni. Undir báðum yfirlýsingum má finna fjöldann allan af fyrirtækjum og samtökum sem virðast styðja boðskapinn, til dæmis sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg og Kópavog og ríkisfyrirtæki á borð við Vegagerðina og Vínbúðina.
Lögreglan Kannabis Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira