Stend með strandveiðum! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 22. júní 2021 12:00 Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Efling sjávarbyggða landsins er mér afar hugleikin. Hef ég sem formaður atvinnuveganefndar unnið að eflingu Strandveiðikerfisins með þverpólitískri samstöðu innan atvinnuveganefndar á þessu kjörtímabili. Það hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á strandveiðum þar sem komið hefur verið á dagakerfi með auknum fyrirsjáanleika með öryggi sjómanna að leiðarljósi, auknum aflaheimildum og jafnræði á milli landshluta. Mikil ánægja hefur ríkt meðal sjómanna og sjávarbyggðanna með þessar breytingar hver útgerðaraðili fær tólf daga í mánuði frá maí til ágúst. Það sem út af stendur til að tryggja kerfið varanlega er að hafa meiri sveigjanleika innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins svo að aflaheimildir verði tryggðar fyrir strandveiðisjómenn allt strandveiðitímabilið í 48 daga. Í skýrslu Byggðastofnunar sem atvinnuveganefnd lét gera kemur fram að öflugt strandveiðikerfi væri ein sterkasta byggðaaðgerðin fyrir minni sjávarbyggðir! Aflaheimildir dugðu ekki fyrir allt strandveiðitímbilið 2020 og blasað hefur við að þær myndu ekki duga í ár. Hef ég reynt með öllum ráðum að fá sjávarútvegsráðherra til að auka sveigjanleika innan kerfisins og færa t.d. af almenna byggðakvótanum í strandveiðar þegar á þyrfti að halda. Það reyndist ekki hægt sumarið 2020 nema með lagabreytingu sem reynt hefur verið að ná fram með ráðherra og aftur nú í vor með engum árangri. Það var því á lokametrum þingsins sem ég ásamt fleirum lögðum fram frumvarp sem með bráðabrigðaákvæði heimilaði að taka af byggðakvóta næsta árs ef aflaheimildir dyggðu ekki til strandveiðanna í ár. Frumvarpið kom seint fram þar sem reynt var á stuðning ráðherra fram á það síðasta. Þetta útspil mitt var því þrautarlending og þar sem allt getur gerst í þinglokasamningum ef vilji er til þá vonaðist ég vissulega til þess að þverpólitísk samstaða gæti náðst um þetta þjóðþrifamál að tryggja atvinnu sjómanna og fiskvinnslufólks út sumarið ef á þyrfti að halda með lagastoð fyrir heimild ráðherra til að færa aflaheimildir á milli ára eins og heimilt er í stóra hluta fiskveiðikerfisins og einnig í almenna byggðakvótanum. Uppi varð fótur og fit við þinglok , þinglokasamningar í uppnámi og engin samstaða náðist um málið því miður, sem sýnir í raun takmarkaðan áhuga á þessum málaflokki á Alþingi en mikil samstaða og vilji hefur þó ríkt innan atvinnuveganefndar um að efla strandveiðar en það dugði ekki til í þetta sinn enda tíminn naumur. Bent hefur verið á frumvarp ráðherra um breytingar á almenna byggðakvótanum en þær gengu m.a. út á það að festa samninga um byggðakvóta til 6 ára og skerða heimildir til strandveiða og veikja þar með kerfið, það hefðum við í VG aldrei getað samþykkt. Það frumvarp var saltað að vilja ráðherra þar sem vilji hans til að kvótasetja grásleppu náði ekki fram að ganga m.a. vegna andstöðu okkar í VG. Ég mun halda áfram að berjast fyrir málum sem snúa að öflugri landsbyggðum hvar sem þar er borið niður til sjávar eða sveita og öflugar strandveiðar eru hlekkur í þeirri keðju. Ég legg því traust mitt á að fá stuðning til áframhaldandi þingsetu í haust nú í 2. sæti, baráttusæti VG í komandi kosningum. Mitt mottó er: „við gefumst ekki upp þó móti blási“. Höfundur er alþingismaður VG í Norðvesturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar Alþingis.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun