Að láta verkin tala - kristaltærir valkostir í næstu kosningum Svavar Halldórsson skrifar 22. júní 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins hafa borið ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið og bera áherslum grasrótarinnar og flokksins vitni. Lýðræði eða baktjaldamakk Á sama tíma loga aðrir flokkar í illdeilum eða stilla upp á framboðslista í bakherbergjum. Sú mynd af íslenskum stjórnmálum sem birst hefur kjósendum undanfarnar vikur gerir valið á kjördag einfaldara fyrir marga. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Vilji kjósendur byggja öflugt velferðarkerfi á blómlegu atvinnulífi og fjölbreytt mannlíf á virku lýðræði – þá er valið kristaltært. Ryk og blekkingar En það vilja því miður ekki allir stjórnmálaforingjar að kjósendur hafi skýra lýðræðislega valkosti eða hafi eitthvað um það að segja hverjir veljast til forystu. Þessir sömu handvöldu foringjar kasta líka ryki í augu kjósenda og láta í veðri vaka að næstu kosningar snúist um eitthvað allt annað en raunin er. Sama hvernig hin pólitísku spil eru stokkuð, þá er ekki nokkur leið að næsta ríkisstjórn verði mynduð um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða útgöngu úr NATÓ. Orðagjálfur breytir þar engu. Kosið um störf og sjálfbærni Næstu kosningar snúast um tvö mál. Í fyrsta lagi hvort Ísland ætlar að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raunverulegri verðmætasköpun. Hvort hlúa eigi að frjálsu og arðbæru atvinnulífi, efla innlenda framleiðslu og nýsköpun. Í öðru lagi snúast næstu kosningar um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum, verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar og taka alvöru græn skref. Næstu kosningar snúast um láta verkin tala. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins hafa borið ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið og bera áherslum grasrótarinnar og flokksins vitni. Lýðræði eða baktjaldamakk Á sama tíma loga aðrir flokkar í illdeilum eða stilla upp á framboðslista í bakherbergjum. Sú mynd af íslenskum stjórnmálum sem birst hefur kjósendum undanfarnar vikur gerir valið á kjördag einfaldara fyrir marga. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Vilji kjósendur byggja öflugt velferðarkerfi á blómlegu atvinnulífi og fjölbreytt mannlíf á virku lýðræði – þá er valið kristaltært. Ryk og blekkingar En það vilja því miður ekki allir stjórnmálaforingjar að kjósendur hafi skýra lýðræðislega valkosti eða hafi eitthvað um það að segja hverjir veljast til forystu. Þessir sömu handvöldu foringjar kasta líka ryki í augu kjósenda og láta í veðri vaka að næstu kosningar snúist um eitthvað allt annað en raunin er. Sama hvernig hin pólitísku spil eru stokkuð, þá er ekki nokkur leið að næsta ríkisstjórn verði mynduð um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða útgöngu úr NATÓ. Orðagjálfur breytir þar engu. Kosið um störf og sjálfbærni Næstu kosningar snúast um tvö mál. Í fyrsta lagi hvort Ísland ætlar að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raunverulegri verðmætasköpun. Hvort hlúa eigi að frjálsu og arðbæru atvinnulífi, efla innlenda framleiðslu og nýsköpun. Í öðru lagi snúast næstu kosningar um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum, verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar og taka alvöru græn skref. Næstu kosningar snúast um láta verkin tala. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun