Segir dóminn geta ýtt við hestamannafélögum og komið í veg fyrir slys Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 22:47 Niðurstaða dómsins var sú að búast hefði mátt við viðbrögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum. Vísir/AP Guðrún Rut Heiðarsdóttir knapi hafði betur í skaðabótamáli sínu gegn Vátryggingafélagi Íslands fyrr í mánuðinum eftir hestaslys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn fordæmisgefandi og staðfesta það að hestamannafélög verði að passa betur upp á aðstæður og merkingar við skipulagðar æfingar. Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði. Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði.
Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira