Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 23:45 Íhaldsmenn á tröppum ríkisþingsins Michigan í Lansing. Þeir krefjast þess að úrslit kosninganna verði rannsökuð með sama hætti og repúblikanar í Arizona létu gera. Sú endurskoðun hefur verið harðlega gagnrýnd. AP/David Eggert Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira