Réttindi kvenna og kynfæri þeirra Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 24. júní 2021 10:31 Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Skimun fyrir krabbameini Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar konur eiga mun betra skilið á nú þegar konur sitja í æðstu embættum landsins sem lúta að heilbrigðismálum. Hálfu ári frá því að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hætti er ekki hægt að segja annað en að flutningur á skimun fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslunnar sé eitt allsherjarklúður. Mikið hefur verið rætt um þetta mál opinberlega en ekki sér enn þá til úrbóta í þessum efnum og enginn axlar ábyrgð. Á meðan bíða konur í óvissu og við læknar sem sinnum þessari þjónustu einnig. Fyrst er til að nefna að sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknar tóku um helming sýna á meðan Leitarstöðin starfaði og gekk það samstarf vel. Nú þegar ég persónulega fæ boðun um að mæta í skoðun er ekkert minnst á að ég geti áfram fengið þá þjónustu hjá mínum lækni heldur er vísað á heilsugæslustöð til sýnatöku. En þið konur megið vita að þið eruð velkomnar til kvensjúkdómalækna og við tökum gjarnan sýni um leið og við sinnum öðrum læknisverkum. En spurning til yfirvalda er sú; stenst það jafnræðisreglu að niðurgreiða slíka þjónustu á einum stað en ekki öðrum? Sýnin fara svo í flug erlendis en þurfa samt ekki að sýna fram á bólusetningarvottorð. En við þá flutninga þarf að breyta kennitölum og sú tilfærsla öll bíður upp á mistök og rugling. Tæki eru til hér á landi til að mæla HPV veiruna og þekking á að skoða frumustrok hér heima má ekki glatast. Landspítalinn hefur sagst geta tekið þetta að sér og það er bara þriggja mánaðar uppsagnarfrestur við Dani sem sinna þessu núna. Við Íslendingar höfum í áratugi sinnt læknisverkum með góðum árangri þó fá séum og höfum talið það kost að halda kunnáttu og færni i landinu. Hvenær svör berast er svo annar óvissuþáttur og ekki allir sýnatökuaðilar sem sitja við sama borð þar. Við læknar fáum svörin á Excel skjali sem við getum bara skoðað einu sinni og þá látið okkar skjólstæðinga vita um hver næstu skref eru. Konur eiga svo að seint um síðir að sjá niðurstöður sínar inn á island.is. Samhæfingarmiðstöð heilsugæslunnar sem á að sjá um þessa starfsemi hefur nú undanfarið tekið þá ákvörðun að henda sumum sýnum sem við læknar höfum tekið því að þeirra mati eru þau óþörf. Þarna er ekki bara verið að vanvirða konur sem koma til lækna með kvartanir og þess vegna eru tekin sýni frá leghálsi heldur er verið að gera lítið úr læknisfræðilegu mati kvensjúkdómalækna og þeim sent skammarbréf. Fádæma framkoma sem við læknar hljótum að mótmæla kröftuglega. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur opinberlega beðist afsökunar á þessum töfum á svörum og viðurkennt illa undirbúinn flutning verkefnisins til heilsugæslunnar. En það er bara ekki nóg. Íslenskar konur eiga betra skilið en að karllæg kerfissjónarmið séu látin ganga fyrir heilsu kvenna. Það þarf ekki að byrja að þarfagreina verkefnið löngu eftir að það er byrjað. Við viljum að sýnin séu skoðuð hérlendis og samningnum við Dani sagt upp. Við viljum að konum landins sé sagt satt um það hvert þær geti mætt í skoðun og kostnaðurinn fyrir þær sé sá sami. Við viljum að svörin berist hratt og skilvirkt til kvenna. Við viljum að leitarsaga kvenna sé skýr og aðgengileg. Við viljum að þeir sem sinni þessari þjónustu og hafa eftirlit með henni séu ekki beggja vegna borðsins. Við viljum að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri axli ábyrgð. Það er ekkert mál að leysa þetta mál sem fyrst og ætti að vera á forgangslista hjá þeim konum sem gegna starfi landlæknis, heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra. En þá þurfa ráðandi konur að þora. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun