Ég er framapotari Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 14:00 Stjórnmálin eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Eins og gjarnan er raunin á umræðan það til að verða sérstaklega óvægin í garð kvenna. Nærtækt er að fylgjast með fyrirmyndum á borð við Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, sem mega þola uppnefni og svívirðingar nánast daglega vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Á sama tíma er aðdáunarvert að sjá hvernig þær láta engan bilbug á sér finna og sækja fram, þó orðræðan haldi stöðugt áfram. Nýjasta dæmið um slíka orðræðu kom úr óvæntri átt. Þegar lögreglan heimsótti listasýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld hitti hún þar fyrir gesti og gangandi, eins og víðar í verslunum miðborgarinnar. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna, sem urðu opinberar á dögunum, má hins vegar ráða að tvær ungar konur hafi farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum. Ástæðan var þátttaka kvennanna í stjórnmálastarfi. Þannig er því lýst í samtali tveggja lögregluþjóna, þar sem rætt var að skrifa ýkta fréttatilkynningu um heimsóknina: A: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. B: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“. „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Í upptökunum, sem komu að vísu seint fram á sjónarsviðið þar sem lögreglan afmáði og breytti sönnunargögnum, má greina algengan tón. Konur skulu þola uppnefni og háðsglósur fyrir það eitt að voga sér inn á vettvang stjórnmálanna. Kerlingar, puntudúkkur eða Sjálfstæðis-framapotandi stelpur. Skilaboðin eru alltaf þau sömu. Sterkasta svarið felst í að standa einfaldlega óhaggaðar, láta hávaðann sem vind um eyru þjóta og leyfa tröllunum að verða að steini, hægt og rólega. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og framapotari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálin eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Eins og gjarnan er raunin á umræðan það til að verða sérstaklega óvægin í garð kvenna. Nærtækt er að fylgjast með fyrirmyndum á borð við Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, sem mega þola uppnefni og svívirðingar nánast daglega vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Á sama tíma er aðdáunarvert að sjá hvernig þær láta engan bilbug á sér finna og sækja fram, þó orðræðan haldi stöðugt áfram. Nýjasta dæmið um slíka orðræðu kom úr óvæntri átt. Þegar lögreglan heimsótti listasýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld hitti hún þar fyrir gesti og gangandi, eins og víðar í verslunum miðborgarinnar. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna, sem urðu opinberar á dögunum, má hins vegar ráða að tvær ungar konur hafi farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum. Ástæðan var þátttaka kvennanna í stjórnmálastarfi. Þannig er því lýst í samtali tveggja lögregluþjóna, þar sem rætt var að skrifa ýkta fréttatilkynningu um heimsóknina: A: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. B: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“. „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Í upptökunum, sem komu að vísu seint fram á sjónarsviðið þar sem lögreglan afmáði og breytti sönnunargögnum, má greina algengan tón. Konur skulu þola uppnefni og háðsglósur fyrir það eitt að voga sér inn á vettvang stjórnmálanna. Kerlingar, puntudúkkur eða Sjálfstæðis-framapotandi stelpur. Skilaboðin eru alltaf þau sömu. Sterkasta svarið felst í að standa einfaldlega óhaggaðar, láta hávaðann sem vind um eyru þjóta og leyfa tröllunum að verða að steini, hægt og rólega. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og framapotari.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar