Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 13:50 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45