NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 15:00 Paul George fagnar körfu gegn Phoenix í nótt. AP/Mark J. Terrill Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli