NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 15:00 Paul George fagnar körfu gegn Phoenix í nótt. AP/Mark J. Terrill Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira
Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Sjá meira