NBA dagsins: Skildi vonbrigðin eftir á flugvellinum og stimplaði Clippers inn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 15:00 Paul George fagnar körfu gegn Phoenix í nótt. AP/Mark J. Terrill Skömmu eftir að flugvél LA Clippers lenti í Los Angeles, eftir annað tap gegn Phoenix Suns, hringdi þjálfarinn Ty Lue í Paul George og sagði honum að hætta strax að hugsa um vítaskotin tvö sem fóru í súginn hjá honum og einbeita sér að leik númer þrjú. Þar fór George á kostum. Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Lue kvaðst einfaldlega hafa viljað ítreka við George að Clippers væru ekki komnir í úrslitaeinvígið í vesturdeild NBA-deildarinnar nema vegna framgöngu George í vetur. Að það þýddi ekkert að dvelja við naumt tap á þessum tímapunkti. Clippers unnu svo 106-92 í nótt þar sem George skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar, en hluta af tilþrifum hans má sjá í NBA dagsins hér að neðan þar sem farið er í gegnum leikinn: Klippa: NBA dagsins 25. júní George segir að leikmenn hafi verið fljótir að jafna sig á tapinu í Phoenix: „Við vorum í flugvélinni og töluðum um þetta. Við fórum yfir málin og um leið vorum við tilbúnir í leik númer þrjú. Svo einfalt er það. Við urðum að halda áfram. Mér fannst við standa okkur frábærlega í að skilja við hið liðna,“ sagði George. „Ég horfði fram á við. Ég veit að ég þarf að gera betur [en ég gerði í leik tvö]. Öll mín orka fór í að ná betri leik í leik þrjú,“ sagði George. Clippers hafa nú lent 2-0 undir í öllum þremur einvígum sínum í úrslitakeppninni og alltaf unnið leik númer þrjú. Phoenix endurheimti Chris Paul í leiknum í gær en hann hitti illa í leiknum og miðað við hvernig saga úrslitakeppninnar hefur verið hjá Clippers ættu Paul og félagar að vera óttaslegnir. Næsti leikur einvígisins er annað kvöld, eða réttara sagt kl. 1 eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks mætast í beinni útsendingu kl. 00:30 í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira