„Partíið er byrjað“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 20:00 Guðvarður Gíslason, Andrea Jónsdóttir og Jón Bjarni Steinsson. STÖÐ2 Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Sjá meira
Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Sjá meira